Búseti á Norðurlandi

Búseti á Norðurlandi er húsnæðissamvinnufélag.

Lausar íbúðir

Kaupverð búseturéttar í íbúðum félagsins er miðað við 10% af verðmæti eignarinnar.

Ath! . . .búsetar í almennum íbúðum félagsins eiga kost á vaxtabótum í samræmi við reglur á hverjum tíma.  

(Vaxtabætur skv. gildandi reglum )  

Ath! . . .búsetar í félagslegum íbúðum félagsins eiga kost á húsaleigubótum í samræmi við reglur á hverjum tíma.   Sækja þarf um hjá skrifstofu Akureyrarbæjar/Norðurþings.

Ath! kaupendur búseturéttar geta sótt um fyrirgreiðslu félagsins vegna kaupa á búseturétti - og nýtt sér skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar

  • sjá reglur um nýtingu séreignarsparnaðar til að afla húsnæðis (www.leidretting.is )
  • sjálfskuldarábyrgð á láni að upphæð allt að 50% af kaupverði búseturéttar og/eða yfirlýsingu um að félagið hafi tekið við fyrirmælum um tiltekna ráðstöfun á uppgjörsverði búseturéttar við sölu.
  • takmarkaða greiðslufrestun á hluta kaupverðs til ákveðins tíma (ef ekki eru aðrir kaupendur sem sótt hafa um innan 1.umsóknarfrests)
  • lánveitingu fyrir allt að þriðjungi kaupverðs til allt að 3ja ára (ef ekki eru aðrir kaupendur sem sótt hafa um innan 1.umsóknarfrests)

Búseturéttur til sölu á Akureyri:


Tveggja herbergja íbúðir:


Þriggja herbergja íbúðir:Fjögurra herbergja

Skessugil 8-101

 

Mjög góð 4ra herbergja 102 fm íbúð í fjórbýli.   Búseturéttur kr. 3.000 þúsund mánaðargjald kr 162 þúsund (hiti og öll húsgjöld og þjónustugjöld innifalin).

Íbúðin verður laus í febrúar eða eftir samkomulagi.

 

 

Umsóknarfrestur er til 16.nóvember

 

Fimm  herbergja íbúðir:

Kjarnagata 16-104

Glæsileg 5 herbergja 125 fm endaíbúð jarðhæð í fjölbýli.   Glerlokun á palli og inngöngupalli, bílastæði í kjallara.   Gólfhiti og harðparkett á gólfum -  öll tæki í eldhúsi og þvottahúsi (AEG).   Búseturéttur kr 4.900 þúsund og mánaðargjaldið kr. 216 þúsund (allt innifalið -  rafmagn, hiti og öll húsgjöld og þjónustugjöld).

Íbúðin verður til afhendingar í apríl 2018.

Fyrstur kemur fyrstur fær -  þar sem íbúðinni er ekki enn þá ráðstafað

Nýir félagsmenn geta komist að   -  ganga í félagið 

 Sækja um Búseturétt 


Íbúðir á Húsavík;


 Stórhóll 53

Raðhúsíbúð 119 fm.   Búseturéttur íbúðarinnar (10%) kr 1.975 þúsund og mánaðargjald kr. 117 þúsund. 

Íbúðin ber kvöð vegna félagslegra leiguíbúðalána og ráðstafast  miðað við upplýsingar um eignir, tekjur og fjölskyldustærð félagsmanns.   Umsækjendur skila skattframtali á bensi@bufesti.is.

 

Íbúðin getur verið til afhendingar í febrúar eða með nánara samkomulagi við félagið.

Umsóknarfrestur er til 18.nóvember

 


Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn