Félagsfundur verður haldinn 11. febrúar kl 20:00

Búsetum í íbúðum félagsins hefur verið sent bréf til útskýringa á breyttu mánaðargjaldi.  

Leitað er leiða til endurfjármögnunar og hagræðingar í rekstri í góðu samstarfi við Íbúðalánasjóð og Nýja-Glitni.

Stjórnendur félagsins munu freista þess að koma til móts við þá búseta sem lenda í alvarlegu tekjufalli  - með tímabundnum aðgerðum - eftir því sem mögulegt er.

Margir óvissuþættir eru varðandi verðþróun fasteigna og lánakjör en mikilvægt er engu að síður að veita allar þær upplýsingar sem tiltækar eru.

Boðað er til félagsfundar miðvikudaginn 11. febrúar kl 20:00.  Í sal á 4. hæð í Alþýðuhúsinu Skipagötu 14.

Framkvæmdastjóri