Lækkun á mánaðargjaldi

Stjórn Búseta á Norðurlandi hefur ákveðið að mánaðargjald verði lækkað um 3,5-5% frá júlí 2009.   Jafnframt er gert ráð fyrir að gjaldið verði óbreytt til og með desember 2009.

Þessi aðgerð er viðbragð við verðþróun á fasteigna- og leigumarkaði og tilraun til að koma til móts við búsetana sem í mörgum tilvikum sjá fram á vaxandi erfiðleika í daglegum rekstri.   Með þessu hyggst félagið nýta það svigrúm sem Íbúðalánasjóður getur veitt félaginu til frestunar á afborgunum lána og skila því til allra fjölskyldna í íbúðum félagsins.

Jafnframt hefur kaupverð búseturéttar eldri íbúða verið lækkað um 20% og miðast næstu mánuðina við 10% af fasteignamatsverði í almennum íbúðum (í stað 12,5%) og 10% af verði félagslegrar bústuréttaríbúða. (Uppgjör við seljendur búseturéttar breytist ekki af þessum sökum og miðast áfram við upphaflegt kaupverð að viðbættum verðbótum til söludags.)

Áður hefur stjórn félagsins komið á framfæri þeim úrræðum sem félagið býður upp á til að styðja kaupendur búseturéttar - með sjálfskuldarábyrgð og með takmarkaðri lánafyrirgreiðslu til skilvísra leigjenda.