Aðalfundur 8. júlí 2009 - stjórnarkjör

Haldinn var aðalfundur félagsins miðvikudaginn 8. júlí.

Á fundinum gerði Guðlaug Kristinsdóttir formaður félagsins grein fyrir helstu verkefnum stjórnarinnar á liðnu starfsári.     Framkvæmdastjóri fór yfir stefnumörkun félagsins frá árinu 2007 gerði grein fyrir þeim sviptingum sem orðið hafa í rekstrarumhverfinu síðustu missiri.  

Reikningar félagsins voru lagðir fram og samþykktir.  Rekstrarniðurstaðan 2008 endurspeglar kreppuástandið og þá óvissu sem er varðandi verðmæti fasteigna.    Árið 2008 var gert upp með verulegu rekstrartapi sem gengur á efnhag félagsins.     Félagið hefur nýtt sér frystingu lána hjá Íbúðalánasjóði til að takast á við tímabundna erfiðleika í rekstri og einstaklingum sem hafa misst vinnu/tekjur hefur boðist að greiða skert mánaðargjald - en ganga á inneign sína í búseturétti á móti.

Verðlækkun fasteigna og offramboði íbúða á Akureyri hefur verið mætt með því að almenn verðskrá félagsins hefur verið fryst og/eða lækkuð um 3-5% með júlí 2009.

Guðlaug Kristinsdóttir var endurkjörin formaður félagsins til tveggja ára.

Ingvar Björnsson og Helgi Már Barðason voru endurkjörnir í stjórn til tveggja ára og var Ingvar endurkjörinn varaformaður.   (Fyrir voru í stjórn Hrafn Hauksson og Ingi Rúnar Eðvarðsson.)

Í varastjórn voru kjörin - til eins árs;  Rúnar Davíðsson, Stefán Einar Jónsson, Guðbjörn Þorsteinsson, Hermann Árnason og Sigríður María Bragadóttir.

Fundurinn var fremur fámennur - enda eflaust margir félagsmenn í fríi á þessum tíma og með hugann við annað en félagsmál.