Fréttir

Umsóknir um nýjar íbúðir

Umsóknarfrestur um íbúðir í Kjarnagötu 16 og við Brekatún 1-19 rann út 17. des. sl.

Umsóknir voru nokkru fleiri en hægt verður að anna - - og að lokinni úthlutun verður haft samband við umsækjendur bréflega.

Þeir sem fá úthlutað búseturétti þurfa síðan að staðfesta umsókn sína með innborgun á ca. 20% af áætluðum búseturétti og ganga frá samningi um lokagreiðslur.

Benedikt

Nýjar íbúðir til afhendingar á næsta ári

 

Félagið hefur nú auglýst og kynnt  nýjar íbúðir í þriggja hæða fjölbýli í Kjarnagötu 16 (pdf) . 4ra og 5 herbergja.

Félagið kynnir nýjar raðhúsíbúðir við Brekatún 5-11 og 13-19 (pdf). 3 herbergja  án bílskúrs og 5 herbergja(m bílskúr)

Félagið kynnir nýtt fjögurra íbúða hús við Brekatún 1-3 (pdf).  4ra og 5 herbergja íbúðir.

Umsóknarfrestur til 17.desember

Nánar á skrifstofunni

Búseti kynnir næstu áfanga

Þriðjudaginn 4. desember kl 17-18 mun félagið kynna næstu áfanga nýbygginga í Naustahverfi á Akureyri

Kynningin fer fram í sal á 4. hæð í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14.

Nánar auglýst í Dagskránni:

Kjarnagata 16 (12 íbúðir) 

Brekatún 1-3 (4 íbúðir)

Brekatún 5-19 (8 íbúðir)

Ný heimasíða

Í kjölfar sameiningar Búsetafélaganna á Húsavík og Akureyri og með nafnbreytingu hefur Búseti á Norðurlandi fengið nýtt merki.

Ný heimasíða með einkennislitum félagsins er komin í loftið.

Þess er vænst að mögulegt verði að halda úti virkri upplýsingamiðlun frá hálfu stjórnar og starfsmanna félagsins með hjálp þessa miðils.

Nánari upplýsingar um íbúðir félagsins munu verða tiltækar síðar - og sömuleiðis öflugri myndmiðlun.

Á næstunni kemur einnig upp tenging við húsumsjónarkerfi félagsins og við umsjónarmann sem tekur til starfa um áramót.

Þetta er því bara byrjunin.

Benedikt