Í kjölfar sameiningar Búsetafélaganna á Húsavík og Akureyri og með nafnbreytingu hefur Búseti á Norðurlandi fengið nýtt merki.
Ný heimasíða með einkennislitum félagsins er komin í loftið.
Þess er vænst að mögulegt verði að halda úti virkri upplýsingamiðlun frá hálfu stjórnar og starfsmanna félagsins með hjálp þessa miðils.
Nánari upplýsingar um íbúðir félagsins munu verða tiltækar síðar - og sömuleiðis öflugri myndmiðlun.
Á næstunni kemur einnig upp tenging við húsumsjónarkerfi félagsins og við umsjónarmann sem tekur til starfa um áramót.
Þetta er því bara byrjunin.
Benedikt