Nýjar íbúðir
Búið er að úthluta búseturétti eftir fyrstu auglýsingu. Ekki hafa verið staðfest kaup á öllum þeim íbúðum sem eru í byggingu.
Í Kjarnagötu 16 er til sölu búseturéttur í 5 íbúðum sem verða til afhendingar í sumar (áætlað júni-júlí). Húsið er 3 hæðir – með lyftu og bílakjallara (að hluta) og svalalokun á einkasvölum og inngöngusvölum.
· 5 herbergja 124-126 fm - endaíbúðir með stæði í bílakjallar sameiginlegum með Kjarnagötu 12-14. Búseturéttur 3.100þúsund.
· 4ra herbergja 106 fm íbúðir á 1. og 2. Hæð – (ekki með bílastæði í kjallara). Búseturéttur 2.300þúsund.
Í fjórbýlishúsi við Brekatún1-3 eru til sölu 5 herbergja íbúðir á 2.hæði í 4ra íbúða húsi. Íbúðirnar eru mjög rúmgóðar (126fm), með sérinngangi og með svalalokun og aukasnyrtingu. Búseturéttur 3.100 þúsund. Áætluð afhending í október-nóvember.
Í Raðhúsum við Brekatún 5-19 eru til sölu:
· Mjög rúmgóðar 3ja herbergja raðhúsíbúðir - 108 fm. Búseturéttur 2.700þúsund
· 5 herbergja glæsileg ráðhúsíbúð með bílskúr - 154 fm. Búseturéttur 4.100þúsund
Kaupendur búseturéttar verða upplýstir um framvindu verksins eftir því sem því miðar þannig að staðfestur afhendingartími kann að breytast frá áætlun ef t.d. veðurfar tefur framkvæmdir.
Nánar á skrifstofunni - eða undir flipanum "Lausar íbúðir"
Umsóknarfrestur til 12.febrúar.