Fréttir

Nýjar íbúðir

Búið er að úthluta búseturétti eftir fyrstu auglýsingu.  Ekki hafa verið staðfest kaup á öllum þeim íbúðum sem eru í byggingu.

Í Kjarnagötu 16 er til sölu búseturéttur í  5 íbúðum sem verða til afhendingar í sumar (áætlað júni-júlí).   Húsið er 3 hæðir – með lyftu og bílakjallara (að hluta) og svalalokun á einkasvölum og inngöngusvölum.

·        5 herbergja 124-126 fm - endaíbúðir með stæði í bílakjallar sameiginlegum með Kjarnagötu 12-14.  Búseturéttur 3.100þúsund.

·        4ra herbergja 106 fm íbúðir á 1. og 2. Hæð – (ekki með bílastæði í kjallara).   Búseturéttur 2.300þúsund.

Í fjórbýlishúsi við  Brekatún1-3 eru til sölu 5 herbergja íbúðir  á 2.hæði í 4ra íbúða húsi.   Íbúðirnar eru mjög rúmgóðar (126fm),  með sérinngangi og með svalalokun og aukasnyrtingu.  Búseturéttur 3.100 þúsund.  Áætluð afhending í október-nóvember.

Í Raðhúsum við Brekatún 5-19 eru til sölu:

·        Mjög rúmgóðar 3ja herbergja raðhúsíbúðir  - 108 fm.  Búseturéttur 2.700þúsund

·        5 herbergja glæsileg ráðhúsíbúð með bílskúr  - 154 fm.  Búseturéttur  4.100þúsund

Kaupendur búseturéttar verða upplýstir um framvindu verksins eftir því sem því miðar þannig að staðfestur afhendingartími kann að breytast frá áætlun ef t.d. veðurfar tefur framkvæmdir.

Nánar á skrifstofunni - eða undir flipanum "Lausar íbúðir"

Umsóknarfrestur til 12.febrúar.

Góð mæting á fund

Búsetar fjölmenntu á fund félagsins í gærkvöldi.   

Farið var yfir viðfangsefni búsetufélagann og kallað eftir tilnefningu til stjórnar hvers félags.

Sigurður Ágústsson umsjónarmaður var kynntur á fundinum og verkefni umsjónar voru útskýrð og rætt um helstu viðhaldsmál framundan.

Gerð var grein fyrir breyttum útrreikningi mánaðargjaldsins.

Góður tónn var í búsetum og fyrir hönd stjórnar og starfsmanna þakka ég fyrir fundinn.

Framkvæmdastjori

Búsetufélög stofnuð í samræmi við samþykktir félagsins

Fundur með búsetum í eldri íbúðum félagsins á Akureyri (öllum nema í Kjarnagötu 12-14)

Klukkan 20:00 mánudaginn 28.janúar

Skipagata 14. 4. hæð (Lionssalurinn)

 Til búseta í íbúðum félagsins við Drekagil, Tröllagil, Snægil, Skessugil, Múlasíðu, Vestursíðu, Klettaborg Holtateig, Hafnarstræti, Lækjartún og Stallatún.  (Fundað veðrur sérstaklega með íbúum í Kjarnagötu og á Húsavík).

Búsetum er boðið til fundar um undirbúning og stofnun búsetufélaga í samræmi við breyttar samþykktir og ákvörðun stjórnar félagsins.

  • Á fundinum verður starf umsjónarmanns kynnt og Sigurður Ágústsson umsjónarmaður mætir á fundinn.Farið verður yfir nýstaðfestar reglur um dýrahald og áformað fyrirkomulag á sorphirðu, lóðaumsjón og þjónustu við snjómokstur og hálkuvarnir.
  • Einnig verður gerð grein fyrir breytingum á fjármögnun félagsins og útreikningi á búsetugjaldi í samræmi við breytt reikningsskil eins og  aðalfundur 3. okt. 2007 staðfesti.     – og  í samræmi við samþykkt stjórnar Búseta frá 17.01.2008.
  • Jafnframt  verður þjónusta skrifstofunnar og almenn viðhaldsmál til umræðu eftir því sem tíminn leyfir.

                                Framkvæmdastjóri

 

Búsetugjald 2008 - breyting!

Í samræmið við breytt reikningsskil og rekstrarlíkan Búseta á Norðurlandi eins og staðfest var á aðalfundi félagsins 3. október 2007 - verður búsetugjald janúarmánaðar reiknað útfrá örlítið öðrum forsendum en áður.

Tekið verður tillit til fjármagnskostnaðar félagsins í heild og einnig fær verðmæti eigna vægi við útreikning búsetugjaldsins.

Innheimt verður vegna umsjónar húsa og eigna kr. 1000 vegna eldri almennra íbúða á Akureyri, kr 350 vegna eigna á Húsavík og kr. 1350 vegna íbúða í Kjarnagötu 12-14.   Einnig verður innheimt kr 1750 vegna lóða og svæða í okkar búsetufélögum.

Nokkrar íbúðir lækka í verði og örlítið fleiri hækka í verði.   Þar sem breyting á fjármagnskostnaði nemur meira en kr. 2500 pr. mán. þá verður breytingin innleidd í skrefum, 1. jan. - 1. júlí og 1. október 2008.

Nánar með útsendum greiðsluseðlum og á fundum með búsetufélögum.

Benedikt

 

Umsjónarmaður tekinn til starfa

Sigurður Ágústsson húsasmíðameistari hefur tekið til starfa sem umsjónarmaður eigna og svæða Búseta á Norðurlandi.   Sigurður mun bregðast við tilkynningum varðandi bilanir og nauðsynlegt viðhald og kalla til iðnaðarmenn og þjónustuaðila eftir þörfum.  Hann mun einnig annast yfirumsjón með sorphirðu og hirðingu á lóðum og svæðum og kalla eftir snjómokstri og hálkuvörnum þegar nauðsyn ber til á þeim svæðum sem Búseti ber beina ábyrgð á.

Við væntum mikils af störfum umsjónarmanns og á næstunni munum við kynna störf Sigurðar og starfssvið nánar.

Koma má tilkynningum á framfæri við skrifstofuna í síma eða á buseti@busetiak.is - eða á sigurdura@busetiak.is - fyrst um sinn.

Benedikt

Auglýstar íbúðir í Kjarnagötu 16 og Brekatúni 1-19

Búið er að senda félagsmönnum bréf og svara umsóknum þeirra miðað við frest sem stóð til 17. desember.

Umsækjendur sem fengu úthlutun hafa ráðrúm til 15 eða 22. janúar til að staðfesta umsóknir sínar og greiða staðfestingu ca. 20% af áætluðum búseturétti.    Eftir það verða mögulega lausar íbúðir auglýstar að nýju.   Ekki verður tekið við skráningum á biðlista um sinn og örugglega ekki fyrr en að lokinni auglýsingu  og úthlutun  miðað við næsta frest.

Benedikt