Fréttir

Nýjar íbúðir til leigu

Þegar Kjarnagata 16 kom til afhendingar hurfu einstakir kaupendur búseturéttar frá kaupum.   Þess stundina eru 2 glæsilegar fimm herbergja íbúðir því lausar.   Til greina kemur að þær verði leigðar félagsmönnum sem sækja um leigu.  Mánaðargjaldið miðast við reglur félagsins og bætast 10% ofan á það gjald - auk trygginga (3 mán fyrirfram).

Gerður verður leigusamningur og með því að honum er þinglýst geta leigjendur sótt um húsaleigubætur samkvæmt gildandi reglum.

Íbúðirnar eru sérlega glæsilega, með glerlokun á einkasvölum/verönd - búnar öllum heimilistækjum og auk þess fylgir þeim bílastæði í kjallara. (nánar)

Áhugasamir félagsmenn geta lagt inn umsókn (nota umsókn um búseturétt á heimasíðu) - eða komið við á skrifstofunni milli kl 10 og 12.

Fundað með stjórnum búsetufélaganna

Í vikunni var stofnað félag fyrir Kjarnagötu 16 og í framhaldinu var fundað með fulltrúum frá öllum búsetukjörnum á Akureyri.

Rætt var um frágang og þjónustu á Kjarnagötusvæðinu - sérstaklega það sem snýr að geymslum og útisvæðum.

Starfsmenn félagsins hafa verið að afla sjónarmiða búsetanna varðandi það hvernig til tókst með hirðingu lóða og svæða síðasta sumar.  Við undirbúning vetrarþjónustunnar hefur verið kappkostað að ná sem mestri  hagkvæmni en tryggja að þjónustan verði samt sem áður þannig að hún tryggi öryggi íbúanna.

Það er mikilvægt markmið félagsins að bæta viðhaldsþjónustuna þannig að eignir haldi verðmæti sínu og gæðum - og búsetarnir njóti öryggis og þjónustu sem stendur undir eðlilegum kröfum.

Nú verður allt kapp lagt á að ná upp þeim verkum sem hafa dregist og bæta upplýsingaflæði og viðbragðsþjónustu félagsins á næstu vikum og mánuðum.

Vegna innheimtu árgjalds 2008

Þau mistök áttu sér stað við innheimtu árgjalda að ekki var sendur út greiðsluseðill til einstakra félagsmanna.   Árgjald kr.4000 (maka kr.1000) gjaldféll í ágúst.   Um leið og við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum biðjum við þá sem fengið hafa ítrekun frá bankanum - og tilkynningu um vanskilakostnað - að greiða kr. 4000 inn á reikning 565-26-32008, á kt. 560484-0119.   Biðjið bankann jafnframt að senda staðfestingu á greiðslunni og kt. greiðanda á netfangið buseti@busetiak.is.

Framkvæmdastjóri