Nýjar íbúðir til leigu
Þegar Kjarnagata 16 kom til afhendingar hurfu einstakir kaupendur búseturéttar frá kaupum. Þess stundina eru 2 glæsilegar fimm herbergja íbúðir því lausar. Til greina kemur að þær verði leigðar félagsmönnum sem sækja um leigu. Mánaðargjaldið miðast við reglur félagsins og bætast 10% ofan á það gjald - auk trygginga (3 mán fyrirfram).
Gerður verður leigusamningur og með því að honum er þinglýst geta leigjendur sótt um húsaleigubætur samkvæmt gildandi reglum.
Íbúðirnar eru sérlega glæsilega, með glerlokun á einkasvölum/verönd - búnar öllum heimilistækjum og auk þess fylgir þeim bílastæði í kjallara. (nánar)
Áhugasamir félagsmenn geta lagt inn umsókn (nota umsókn um búseturétt á heimasíðu) - eða komið við á skrifstofunni milli kl 10 og 12.