Búsetadagur - laugardaginn 1. mars
Stjórn Búseta hefur ákveðið að fagna áfanga í framkvæmdum á svæðinu við Kjarnagötu og Brekatún með því að bjóða félagsmönnum og gestum þeirra að koma saman í bílakjallaranum nk. laugardag 1. mars kl 12-15. Boðið verður upp á kaffi og kleinur og safa fyrir krakkana og einnig verða smáleikir. Kl 14:00 setur UFA upp keppni í “bílakjallarahlaupi” þar sem von er á Akureyrarmeti og einnig verða rafmagnsbílar á svæðinu.
Gestum verður boðið að skoða eina íbúð (503) sem ekki hefur verið afhent og einnig verða kynningargögn á staðnum.
Tekið á móti gestunum í bílakjallaranum (gengið inn að norðan).
Fh. Búseta á Norðurlandi
Framkvæmdastjóri