Fréttir

Búsetadagur - laugardaginn 1. mars

Stjórn Búseta hefur ákveðið að fagna áfanga í framkvæmdum á svæðinu við Kjarnagötu og Brekatún með því að bjóða félagsmönnum og gestum þeirra að koma saman í bílakjallaranum nk. laugardag 1. mars kl 12-15.      Boðið verður upp á kaffi og kleinur og safa fyrir krakkana og einnig verða smáleikir.   Kl 14:00 setur UFA upp keppni í “bílakjallarahlaupi” þar sem von er á Akureyrarmeti og einnig verða rafmagnsbílar á svæðinu.

 

Gestum verður boðið að skoða eina íbúð (503) sem ekki hefur verið afhent og einnig verða kynningargögn á staðnum.

 

Tekið á móti gestunum í bílakjallaranum (gengið inn að norðan).

 

Fh. Búseta á Norðurlandi

 

Framkvæmdastjóri

 

Kjarnagata 12-14

Senn verður flutt inn í síðustu íbúðina af þeim 58 sem hafa verið til afhendingar í Kjarnagötu 12 og 14.   Þar með tekur umsjónarmaður yfir ábyrgð á þjónustunni - þó enn séu ýmsir hlutir til frekari frágangs af hálfu byggingaraðila og verktaka.

Lokafrágangur húss og umhverfis við Kjarnagötu 12 og 14 teygist því miður eitthvað fram á sumarið og bygging Kjarnagötu 16 og raðhúsa og fjórbýlishússins við Brekatún 1-19 gerir að verkum að svæðið í heild verður ekki frágengið fyrr en á árinu 2009.

Þessi áfangi er sá langstærsti í sögu félagsins og mikilvægt fyrir framtíð Búseta á Norðurlandi og þjónustu við búsetana að það takist vel til með umhverfi og rekstur þessarra nýju eigna.    Samhliða vinnur þróunarnefnd félagsins og starfsmenn og stjórn að því að nýta reynsluna af þessum stóru framkvæmdum til að ná frekari hagkvæmni í byggingum og hagræði fyrir rekstur íbúða félagsins.

Við höfum ekki tekið það saman hversu margir íbúar verða í blokkinni - en talan 200 +/- hefur verið nefnd.  Þá eru íbúar í 210 íbúðum Búseta á Norðurlandi búnir að ná íbúatölu myndarlegs þorps á landsbyggðinni.

Benedikt

Hólmatún 1-5

Næsta verkefni Búseta á eftir húsunum við Kjarnagötu 12-16 og Brekatún 1-19 verður væntanlega unnið í samstarfi við Samkaup/Urtustein fasteignafélag.

Bæjarstjórn samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að heimila breytingu á deiliskipulagi við Hólmatún 1-5 í þá veru að verslunarlóð verði aðskilin frá lóð fyrir íbúðablokk á 4 hæðum - með bílakjallara.     Gert er ráð fyrir 25-30 íbúðum 2ja til 4ra herbergja.   Samkaup hyggst reisa verslunar og þjónustuhúsnæði á tveimur hæðum á hinum hluta lóðarinnar.

Fyrir liggur samstarfsyfirlýsing Samkaupa/Urtusteins, Kollgátu og Tréverks með Búseta um að vinna að bygginum á lóðinni eftir þessu breytta skipulagi.

Vonandi munu nágrannar taka vel í breytinguna - ekki síst þar sem byggingar á hluta lóðarinnar verða lækkaðar úr 4-5 hæðum í 2 hæðir og um leið tekst vonandi að draga umferðina að verslun og þjónustu frá íbúðabyggðinni.

Benedikt

 

Nýjar íbúðir

Búið er að úthluta búseturétti eftir fyrstu auglýsingu.  Ekki hafa verið staðfest kaup á öllum þeim íbúðum sem eru í byggingu.

Í Kjarnagötu 16 er til sölu búseturéttur í  5 íbúðum sem verða til afhendingar í sumar (áætlað júni-júlí).   Húsið er 3 hæðir – með lyftu og bílakjallara (að hluta) og svalalokun á einkasvölum og inngöngusvölum.

·        5 herbergja 124-126 fm - endaíbúðir með stæði í bílakjallar sameiginlegum með Kjarnagötu 12-14.  Búseturéttur 3.100þúsund.

·        4ra herbergja 106 fm íbúðir á 1. og 2. Hæð – (ekki með bílastæði í kjallara).   Búseturéttur 2.300þúsund.

Í fjórbýlishúsi við  Brekatún1-3 eru til sölu 5 herbergja íbúðir  á 2.hæði í 4ra íbúða húsi.   Íbúðirnar eru mjög rúmgóðar (126fm),  með sérinngangi og með svalalokun og aukasnyrtingu.  Búseturéttur 3.100 þúsund.  Áætluð afhending í október-nóvember.

Í Raðhúsum við Brekatún 5-19 eru til sölu:

·        Mjög rúmgóðar 3ja herbergja raðhúsíbúðir  - 108 fm.  Búseturéttur 2.700þúsund

·        5 herbergja glæsileg ráðhúsíbúð með bílskúr  - 154 fm.  Búseturéttur  4.100þúsund

Kaupendur búseturéttar verða upplýstir um framvindu verksins eftir því sem því miðar þannig að staðfestur afhendingartími kann að breytast frá áætlun ef t.d. veðurfar tefur framkvæmdir.

Nánar á skrifstofunni - eða undir flipanum "Lausar íbúðir"

Umsóknarfrestur til 12.febrúar.