Fréttir

Óhagstæð þróun vaxta og gengis

Ekki hefur farið framhjá neinum að þróun efnahagsmálanna hefur verið okkur öllum óhagstæð upp á síðkastið.   Búseti á Norðurlandi er með megnið af sínum fjárskuldbindingum með breytilegum innlendum vöxtum eða með gengisáhættu.

Vextir Íbúðalánasjóðs hafa hækkað og gengistryggð lán hafa tekið á skrið.     Stjórn félagsins mun þurfa að bregðast við og hækkanir mánaðargjaldsins virðast alveg fyrirsjáanlegar.

Með ákveðinni bjartsýni kann að vera rétt að staldra örlítið við - - og sjá hverju fram vindur næstu örfáar vikurnar - áður en gripið verður til útfærðra aðgerða.

Framkvæmdastjóri

Fundur með stjórnum búsetufélaganna

Boðum fulltrúa/stjórnir búsetufélaganna til fundar þriðjudag 18.mars kl 18:00-19:00.  Fundarboð hefur verið sent með tölvupósti/SMS skilaboðum.

Farið verður yfir málin að því er varðar þjónustu og hirðingu lóða og svæða - - - og skoða hvað þarf að setja í sérstakan forgang.

Bið stjórnarmenn að hjálpa okkur við að fylgjast með því að fundarboð nái til allra.

Framkvæmdastjóri

Gestkvæmt í Kjarnagötu á föstudag og laugardag

Stjórn félagsins bauð gestum í heimsókn til að fagna áfanga sl. föstudag og laugardag.

Fjölmiðlar heimsóttu framkvæmdasvæðið á föstudagsmorgun og síðdegis komu bæjarfulltrúar ásamt starfsmönnum skipulags- og byggingardeildar Akureyrar, hönnuðum og bankamönnum í heimsókn.

Undir kvöldið tókum við síðan á móti verktökum og starfsmönnum þeirra.

Opinn "búsetadagur" á laugardaginn - um leið og bílkjallarinn ver kynntur og opnaður gaf fjölmörgum félagsmönnum og gestum þeirra tilefni til að kynna sér framkvæmdirnar.

Kynningargögn vegna framkvæmdanna við Kjarnagötu og Brekatún (PDF-skjal) gefa vonandi hugmynd um stærð verkefna sem eru í gangi.  Með áætlaða veltu um 2000 milljónir og fjölgun íbúða félagsins um 82 (54% fjölgun).    Umfang félagsins að verðmæti og veltu er að vaxa um 60-65% á  innan við þremur árum.