Óhagstæð þróun vaxta og gengis
Ekki hefur farið framhjá neinum að þróun efnahagsmálanna hefur verið okkur öllum óhagstæð upp á síðkastið. Búseti á Norðurlandi er með megnið af sínum fjárskuldbindingum með breytilegum innlendum vöxtum eða með gengisáhættu.
Vextir Íbúðalánasjóðs hafa hækkað og gengistryggð lán hafa tekið á skrið. Stjórn félagsins mun þurfa að bregðast við og hækkanir mánaðargjaldsins virðast alveg fyrirsjáanlegar.
Með ákveðinni bjartsýni kann að vera rétt að staldra örlítið við - - og sjá hverju fram vindur næstu örfáar vikurnar - áður en gripið verður til útfærðra aðgerða.
Framkvæmdastjóri