Fréttir

Dýrahald í íbúðum Búseta á Norðurlandi

Samkvæmt reglum félagsins er unnt að fá heimildir til takmarkaðs dýrahalds í íbúðum félagsins.  (sjá nánari reglur: http://www.busetiak.is/page/reglur_um_dyrahald )

Örfáir hafa nýtt sér þennan möguleika fram til þessa.  Hins vegar kemur í ljós með vorinu að nokkuð mörg dýr eru haldin í íbúðum félagsins án tilskilins leyfis.   Mikilvægt er að félagsmenn virði gildandi reglur  - og þeir sem vilja halda dýr í íbúðum félagsins sæki um leyfi til þess. 

Óheimilt dýrahald þurfum við að stöðva - og eins ef ekki er fylgt gildandi reglum þar sem dýrahald hefur verið heimilað.   

Mikilvægt er að félagsmenn standi saman um að virða reglur félagsins og upplýsi skrifstofu félagsins - eða framkvæmdastjóra og umsjónarmann - ef ekki er farið að gildandi skilmálum.

Framkvæmdastjóri