Fréttir

Sláttur og hirðing lóða og lagfæringar úti við

Nú er að komast fyrsta reynsla á umsjón félagsins með slætti og almennri hirðingu á lóðum og útisvæðum.   Miðað hefur verið við 5-6 slætti á sumrinu - og ráðgjöf fagmanna um klippingar runna og trjágróðurs.

Unnið hefur verið við girðingar og gerði eftir því sem aðstæður hafa leyft og merkingar á bílastæðum eru að þokast.   Við eigum hiklaust eftir að læra betur á þennan þátt starfseminnar og fella hann í skipulagðari farvegi.

Við stefnum að því að fara yfir reynslu sumarsins á næstu vikum með það fyrir augum að bæta þjónustuna og koma henni samt fyrir með forsvaranlegri hagkvæmni.   Munum biðja stjórnir búsetufélaganna að funda með okkur til að draga saman reynsluna.  Rökrétt fyrir búsetana að koma á framfæri sínum ábendingum hvað þetta verðar með tölvupósti til félagsins (busetiak@busetiak.is) - eða beint til fulltrúa í viðkomandi búsetufélögum.

Eftir sem áður skiptir máli að allir búsetar og heimilismenn þeirra kappkosti að fylgja eftir góðri umgengni og leggja hönd að hirðingu og snyrtingu svæða eftir því sem þeir telja sig geta og hafa vilja til.

Framkvæmdastjóri

Skrifstofutíminn - árétting

Áréttað er að skrifstofan er opin kl 10-12 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga og kl 10-13 á þriðjudögum og fimmtudögum.

Þess utan er ekki öruggt að svarað verði í símann.   

Senda má póst á netfangið busetiak@busetiak.is - og ná í framkvæmdastjóra í síma 869-6680 og umsjónarmann eigna og svæða í síma 898-3389.   Viðhaldsbeiðni er rétt að skrá á busetiak@stjorinn.is - og hringja til umsjónarmanns ef um er að ræða bráðatilvik.

Framkvæmdastjóri