Fréttir

Kjarnagata 16 til afhendingar

Nú er sem óðast verið að ganga frá Kjarnagötu 16 og mun afhending fyrstu íbúðanna fara fram i næstu viku.

Um er að ræða 12 íbúðir - 4ra og 5 herbergja - í þriggja hæða fjölbýli með lyftu.

Íbúðirnar eru allar með svalokun og glerlokun á inngöngupöllum.   8 af þessum 12 eru með bílastæði í kjallara sem er sameiginlegur með Kjarnagötu 12 og 14.

Ein 4ra herbergja íbúð (106 fm) er enn laus - og ein 5 herbergja íbúð (126 fm).

Um er að ræða mjög vandaðar íbúðir - með frábærri hljóðvist og glæsilegum innréttingum (frá TAK).   Öll heimilistæki í eldhúsi (AEG) og þvottavél og þurrkari eru hluti af búnaði íbúðanna.