Fréttir

Óvissa í þróun húsnæðiskostnaðar

Mikil óvissa ríkir um þróun húsnæðismarkaðarins.   Viðskipti með íbúðarhúsnæði liggja næstum alveg niðri og verðþróunin gefur vísbendingar um lækkanir.    Spár gera ráð fyrir umtalsverðum lækkunum á verði íbúðarhúsnæðis.

Á sama tíma æðir verðbólgan áfram og stýrivextir eru í hæstu hæðum.    Óskert vísitölumæling frá síðasta ári mun leiða til þess að höfuðstóll lána hækkar umfram verðmæti eignanna og greiðslubyrði fer því fram úr því sem getur orðið ásættanlegt.  Þessi þróun kemur við Búseta á Norðurlandi ekki síður en aðra.