Fréttir

Árgjöld 2009 - innheimta

Beðist er velvirðingar á að félagsmönnum hefur verið send innheimtuviðvörun vegna ógreiddra félagsgjalda fyrir mistök af okkar hálfu.    Af þeim sökum skal tekið fram að félagsgjöld verða ekki sett í löginnheimtu  en félagsmenn eru engu síður hvattir til að greiða árgjaldið við fyrsta tækifæri.

Reikningarnir fyrir árgjaldi 2009 voru sendir út mun síðar en innheimtukröfurnar voru stofnaðar í bankakerfinu. Því hafa reikningarnir verið sýnilegir í heimabönkum fólks og í þjónustukerfi bankanna til greiðslu og hafa margir þegar greitt árgjöldin. Hafi þetta valdið einhverjum misskilningi eða óþægindum er enn og aftur beðist velvirðingar á því.

Þeir sem fengið hafa reikninga vegna árgjalds 2009 og telja sig einhverra hluta vegna ekki vera gjaldskylda eru beðnir að hafa samband við félagið í síma 452-2888 milli kl 10 og 12 virka daga.

Úrsagnir úr Búseta á Norðurlandi þurfa að berast skriflega. Hægt er að prenta út eyðublað hér á heimasíðunni eða senda tölvupóst í netfangið dagrun@busetiak.is 

 

Breytt starfsmannahald

Dagrún Matthíasdóttir hefur tekið til starfa á skrifstofu félagsins.   Frá sama tíma hefur Urður Snædal tekið orlof og hefur að því loknu sagt upp störfum hjá félaginu.

Dagrún er boðin velkomin til samstarfs.   Um leið þakkar félagið Urði fyrir starfstíma sinn og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

Framkvæmdastjóri