Árgjöld 2009 - innheimta
Beðist er velvirðingar á að félagsmönnum hefur verið send innheimtuviðvörun vegna ógreiddra félagsgjalda fyrir mistök af okkar hálfu. Af þeim sökum skal tekið fram að félagsgjöld verða ekki sett í löginnheimtu en félagsmenn eru engu síður hvattir til að greiða árgjaldið við fyrsta tækifæri.
Reikningarnir fyrir árgjaldi 2009 voru sendir út mun síðar en innheimtukröfurnar voru stofnaðar í bankakerfinu. Því hafa reikningarnir verið sýnilegir í heimabönkum fólks og í þjónustukerfi bankanna til greiðslu og hafa margir þegar greitt árgjöldin. Hafi þetta valdið einhverjum misskilningi eða óþægindum er enn og aftur beðist velvirðingar á því.
Þeir sem fengið hafa reikninga vegna árgjalds 2009 og telja sig einhverra hluta vegna ekki vera gjaldskylda eru beðnir að hafa samband við félagið í síma 452-2888 milli kl 10 og 12 virka daga.
Úrsagnir úr Búseta á Norðurlandi þurfa að berast skriflega. Hægt er að prenta út eyðublað hér á heimasíðunni eða senda tölvupóst í netfangið dagrun@busetiak.is