Fréttir

Búsetafundur fyrir Kjarnagötu 12-16

Minnum á fundinn kl 18 á miðvikudag 2.desember

Lionssalurinn Skipagötu 14 4.hæð

Álestur: hiti og rafmagn breyting með nóvember/desember

Með mánaðarreikningum fyrir nóvember og desember kemur fram breyting á upphæð vegna rafmagns og hita (þar sem það á við).   Ástæðan er álestur í október og leiðrétting samkvæmt áætlun miðað við ársnotkun.   Í flestum tilfellum er um að ræða hækkun vegna gjaldskrárbreytinga, en einstaka hús hafa minnkað notkun sína og lækka því tilsvarandi.  

Þar sem óútskýrð frávik koma fram tekur umsjónarmaður málið til skoðunar og leitar lagfæringa ef um bilanir eða mistök er að ræða.

Varðandi rafmagn í Kjarnagötu 12-16 virðist ekki komið nægilegt jafnvægi á notkun.  Það verður til frekari skoðunar næstu mánuðina.