Fréttir

Lokað á aðfangadag og gamlársdag

Skrifstofa félagsins verður lokuð á aðfangadag og á gamlársdag, en að öðru leyti verður opnunartími í samræmi við auglýsingar (hér til hliðar).

Ef bilanir eða bráð vandamál koma upp er vísað á síma umsjónarmanns (898-3389) eða framkvæmdastjóra (869-6680),  sem kalla þá til viðgerðarvakt frá þjónustuaðilum ef á þarf að halda.

Óskum öllum enn og aftur gleðilegra og áfallalausra hátíðahalda.

Framkvæmdastjóri

Jólakveðja

Búseti á Norðurlandi - stjórn og starfsmenn - óska félagsmönnum öllum og sérstaklega búsetum og leigjendum í íbúðum félagsins og fjölskyldum þeirra - gleðilegra jóla og nýárs.

Félagið þakkar fyrir samstarfið á árinu sem senn er liðið og væntir þess að saman eigum við bjarta framtíð og góð viðskipti inn á við jafnt sem út á við.

Framkvæmdastjóri

Búsetafundir á fimmtudag 3. desember

Minnum á búsetafund/íbúafund - fyrir Stallatún, Lækjartún, Holtateig, Klettaborg, Skessugil

Kl 18:00 fimmtudaginn 3.desember í Lionssalnum Skipagötu 14.

Framkvæmdastjóri