Tilkynning 12.febrúar 2009
Til búseta í íbúðum félagsins og annarra félagsmanna
Ekki hefur farið framhjá neinum að miklir óvissutímar eru í efnahagsmálum. Vegna verðtryggingar lána og hækkana á vöxtum, á sama tíma og húsnæðisverð lækkar, skapast misgengi - sem birtist í hækkunum á mánaðargjaldi langt umfram það sem hægt er að una við. Fjöldi fólks glímir við tekjurýrnun til lengri og skemmri tíma og einhverjir af okkar fólki hafa misst vinnu að hluta eða eru atvinnulausir. Búseti á Norðurlandi getur ekki boðið búsetum upp á að greiðslubyrði sé úr takti við verðmæti þeirra íbúða sem þeir búa í. Við þessar aðstæður verða stjórnendur félagsins að leita allra mögulegra leiða til samninga við Íbúðalánasjóð og viðskiptabanka félagsins um greiðslufrestun og/eða breytingu á kjörum sem gera mundi félaginu kleift að koma til móts við búsetana með raunsæjum hætti.