Vorverkin
Nú standa yfir vorverkin á lóðum og svæðum. Eiturúðun og áburðargjöf og þrifnaður á plönum.
Það er mikilvægt að allir búsetar leggi hönd að því að þrífa sitt nærsvæði og nokkrir íbúar hafa unnið afar gott starf við hirðingu á blettum og runnum eins og svo oft áður. Fyrir það ber að þakka.
Reiknað er með því að sláttur fari af stað núna fyrir mánaðarlokin og almennt verð slegið aðra hverja viku. Um þéttari hirðingu okkar svæða verður frumkvæði búsetanna sjálfra að ráða.
Minnum á að einkalóðir við raðhús - og afmarkað sérnotasvæði - skulu búsetarnir alfarið annast sjálfir til sláttar og áburðar.
Frágangi á umhverfi í Kjarnagötu 12-16 miðar áleiðis og við leggjum áherslu á það við verktaka að afmarka byggingarsvæðið við Brekatún sem mest.
Í skoðun er með lagfæringar við Garðarbraut 67-71 á Húsavík.
Ef eitthvað er sérstakt þá má hafa samband við umsjónarmann í síma 898-3389 - hringja á skrifstofuna eða senda okkur tölvupóst.