Gestaíbúðin í Kjarnagötu 14-101
21.08.2009
Frá því á vordögum hafa nokkrir félagsmenn tekið gestaíbúð á leigu. Um er að ræða stóra íbúð - 5 herbergi - með svefnstæði fyrir allt að 10 manns. Mörgum þykir of dýrt að greiða fullu verði fyrir gistingu þegar færri nýta íbúðina. Reynslan hefur þannig leitt til þess að boðið verður upp á aukinn sveigjanleika um nýtingu - og einstökum herbergjum lokað ef færri hyggjast gista. Verðskráin er einnig lækkuð miðað við að samkeppni af orlofsíbúðum virðist af mörgum tekin til viðmiðunar.
Sjá nánar til hliðar; (Hér)