Mánaðargjaldið - lítið breytt
Mánaðargjaldið í janúar-febrúar verður óbreytt í grunninn samkvæmt ákvörðun stjórnar 26. janúar 2010. Lítilsháttar breytingar koma fram vegna hækkunar á fasteignamati og brunabótamati og samsvarandi breytinga á tryggingum og fasteignagjöldum.
Íbúðalánasjóður hefur veitt félaginu tiltekna frestun afborgana af hluta af lánum og meðan unnið verður nánar að endurskipulagningu á greiðslubyrði félagsins mun mánaðargjaldið verða tengt við greiðslujöfnunarvísitölu til hækkunar milli mánaða.
Búsetum/leigjendum verður sent bréf til nánari upplýsinga um verðlagningu og þjónustu.
Framkvæmdastjóri