Fréttir

Eldvarnir - í aðdraganda jóla

Á næstunni verður unnið að því að skoða eldvarnir í eignum félagsins.

Sérstakt átak verður gert í því að fara yfir slökkvitæki og reykskynjara í eldri eignum í samstarfi við fagaðila og búsetana.

Í Kjarnagötu 12-16 verður send út árétting á leiðbeiningum vegna viðvörunarkerfis og rýmingu í neyðartilvikum.    Að því verður unnið í samstarfi við Securitas og Slökkvilið Akureyrar.

Búsetar eru beðnir um að taka þátt í að efla öryggi íbúa og eigna og fara yfir mikilvæg neyðarviðbrögð með sínu fólki.

Framkvæmdastjóri

Úttekt á íbúðum í Kjarnagötu 12-16 og við Brekatún 1-19

Nú er lokið við úttekt íbúðum félagsins við Kjarnagötu og Brekatún.  Nánari greining á frágangsgöllum og samstarf við verktaka um viðgerðir stendur yfir.   

Stærri lagfæringar inni í einstökum íbúðum látum við bíða fram yfir jól og áramót.     Í gangi er að setja inn sólbekki í opnanlega glugga og lagfæra málningu í því samhengi - í einstökum íbúðum.

Boðum til fundar með búsetunum þegar við erum búin að fá gleggri mynd af því hvernig við tímasetjum lagfæringar.

Búsetum og íbúum er þakkað fyrir sérlega góðar móttökur og samstarf við úttektina og væntir félagið þess að unnt verði að vinna að nauðsynlegum lagfæringum í sama anda.