Eldvarnir - í aðdraganda jóla
Á næstunni verður unnið að því að skoða eldvarnir í eignum félagsins.
Sérstakt átak verður gert í því að fara yfir slökkvitæki og reykskynjara í eldri eignum í samstarfi við fagaðila og búsetana.
Í Kjarnagötu 12-16 verður send út árétting á leiðbeiningum vegna viðvörunarkerfis og rýmingu í neyðartilvikum. Að því verður unnið í samstarfi við Securitas og Slökkvilið Akureyrar.
Búsetar eru beðnir um að taka þátt í að efla öryggi íbúa og eigna og fara yfir mikilvæg neyðarviðbrögð með sínu fólki.
Framkvæmdastjóri