Fréttir

Dýrahald í húsnæði Búseta á Norðurlandi

 

Frá árinu 2007 hefur Búseti á Norðurlandi heimilað takmarkað dýrahald í sérbýlisíbúðum og fjórbýl/fjölbýli þar sem inngangur að íbúðum fer ekki í gegn um sameiginlega forstofu og ganga.

Hundahald er ekki heimilað í fjölbýli með sameiginlegum inngangi.

Gert er ráð fyrir að sótt sé um leyfi fyrir öllu dýrahaldi og búsetar uppfylli tiltekin skilyrði varðandi merkingar, tryggingar, heilsufarseftirlit og önnur leyfi í samræmi við almennar reglur Akureyrarbæjar/Norðurþings.

Ennþá virðist einhverjum íbúum hafa yfirsést að takmarkanir eru í gildi og sækja þarf um leyfi/skráningu.   

Biðjum við nú um sameiginlegt átak íbúa til að kippa þessu í lið - og forðast með því öll frekari óþægindi og ástæðulaust ónæði fyrir nágranna.

Skoðið gildandi reglur til að glöggva ykkur á því hvaða gögnum beri að skila til skrifstofunnar:  http://www.busetiak.is/page/reglur_um_dyrahald