Fréttir

Dýrahald

 

Ástæða er til að minna alla búseta og heimilismenn þeirra á að dýrahald er háð takmörkunum af hálfu sveitarfélags og einnig með reglum félagsins.

Hundahald er almennt ekki samþykkt í fjölbýli með sameiginlegan inngang. 

Ýmislegt bendir tl að fleiri hundar séu haldnir í íbúðum félagsins heldur en leyfi eru fyrir.   Við þessu þarf að bregðast og  brýnum við fyrir öllum íbúum að leggja okkur lið með því að tilkynna um óskráð dýr og gera dýraeftirliti og Fravæmddeild Akureyrarbæjar viðvart.  

Á sama hátt hefur ítrekað verið vakin athygli starfsmanna og stjórnar félagsins á að einstaka hundaeigendur sinna ekki sjálfsögðum umgengnisreglum - og skyldum sínum - og leyfa hundum sínum að vera lausum úti og gera öll sín stykki - jafnvel við dyr og glugga nágranna.  Verulegur misbrestur er á að hirt sé upp eftir hunda í mörgum hverfum. 

Allmargir hundeigendur hafa fengið athugasemdir frá félaginu - og þar sem ekki verða gerðar nægilegar úbætur þá mun félagið, sem eigandi íbúðar, afturkalla leyfi til dýrahaldsins og fara fram á það jafnframt að Akureyrarbær/Norður-Þing  afturkalli leyfi frá sinni hálfu í samræmi við gildandi reglur.

Með vísan til þess sem að ofan segir er hér með brýnt fyrir búsetum og heimilismönnum þeirra að leggjast nú allir á eitt -- og koma betra lagi á þess mál.   Í því skyni er mjög mikilvægt að skrifstofan fái ábendingar um það sem ekki getur talist viðunandi og bein (endurtekin) brot á reglum um dýrahald á að tilkynna til dýraeftirlitsins/Framkvæmdadeildar og lögreglunnar þegar verst gegnir.

Reglur félagsins um dýrahald;  http://www.busetiak.is/page/reglur_um_dyrahald 

Reglur um hundahald á Akureyri; http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/reglur-og-samthykktir/annad/samthykkt-um-hundahald-i-akureyrarkaupstad 

Einnig er hér með minnt á nýlegar reglur Akureyarbæjar um kattahald: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/reglur-og-samthykktir/annad/samthykkt-um-kattahald-i-akureyrarkaupstad  

 

Rétt er að benda á að þjálfaðir leiðsögu- og hjálparhundar njóta tiltekins og lögvarins forgangs sbr. 33. grein laga um fjöleignarhús

http://www.althingi.is/lagas/nuna/1994026.html 

Nýr starfsmaður

 

Halla Björk Garðarsdóttir viðskiptafræðingur hefur verið ráðin til starfa á skrifstofu félagsins.   Hún mun annast bókhald, innheimtur  og skráningu gagna auk þess að sinna afgreiðslu og almennum störfum í samstarfi við framkvæmdastjóra. 

Til að byrja með verður Halla Björk í 50% starfi.   Hún er hér með boðin velkomin til starfa og byrjar 1. nóvember nk.

Framkvæmdastjóri

 

Leiðbeinandi reglur vegna leiktækja í einkaeign


Þann 7. júní 2011 staðfesti stjórn leiðbeinandi reglur um fyrirkomulag leiktækja í einkaeign á lóðum og svæðum félagsins:  

  1. Varðandi tímabundna notkun á leiktækjum í einkaeign á lóðum og svæðum Búseta á Norðurlandi leggur félagið áherslu á að leitað sé góðs samstarfs milli nágranna um nýtingu sérlóðar einstakra húsa.  
  2. Eftir sem áður þarf ávallt að leita samráðs við umsjónarmann/framkvæmdastjóra félagsins varðandi fyrirkomulag stærri leiktækja sem valda  álagi og mögulegri hættu (trampoline-rólur).
  3. Umsjónarmaður/framkvæmdastjóri getur heimilað tímabundna uppsetningu leiktækja utan sérmerktra lóða einstakra húsa/íbúða.
  4. Uppsetning slíkra tækja skal ætið vera tímabundin og það undirtrikað að notkun þeirra sé á ábyrgð notenda sjálfra og eigenda tækjanna og þess gætt að ekki stafi hætta af þeim fyrir nágrennið t.d. vegna foks.
  5. Notendur og eigendur skulu í hvívetna virða nándarfrið – og undir öllum kringumstæðum gæta að því að næturró sé ekki raskað.
  6. Umsjónarmaður fylgist með því að viðunandi umgengni sé um lóðir og svæði og getur félagið hvenær sem er kallað eftir því að leiktæki verði flutt til eða fjarlægð þegar og ef hætta skapast, ef álag vegna notkunar reynist of mikið, eða ef umgengni er með einhverjum hætti ábótavant.

Aðalfundur Búseta á Norðurlandi


Aðalfundur Búseta á Norðurlandi

Var haldinn miðvikudaginn 15.júní 2011,  kl. 20:00, í Skipagötu 14 á Akureyri.

Á fundinum kom fram að halli var á rekstri félagsins á síðasta ári um nærri 52 milljónir.  Jafnframt kom fram að vegna lækkandi fasteignaverðs og stökkbreytingar á verðtryggðum lánum félagsins er bókfærður efnahagur neikvæður.

Unnið er að endurskipulagningu lána og endurfjármögnun félagsins í samstarfi við Íslandsbanka og Íbúðalánasjóð og er það markið aðila að ljúka þeirri endurskipulagningu mv. september 2011.  

Félagið hefur gripið til aðgerða til að lækka rekstrarkostnað og frestað öllum  áætlunum varðandi nýbyggingar og kostnaðarsamara viðhald.

Nýting íbúða félagsins er mjög góð og eftirspurn virðist vera talsvert meiri en framboð á leigu- og búseturéttaríbúðum á Akureyri um þessar mundir.

Frá janúar 2009 hefur mánaðargjald búseta/leigjenda ekki verið tengt vísitölu.   Nú gera áætlanir stjórnar hins vegar ráð fyrir nokkrum hækkunum umfram verðbólgu næstu mánaða.   Gjaldtaka vegna samtíðaviðhalds og íbúaskipta hefur verið hækkuð til að standa undir raunkostnaði.

Á fundinum var Guðlaug Kristinsdóttir endurkjörin formaður til tveggja ára og aðrir í stjórn eru Hákon Hákonarson, Helgi Már Barðason,  Ingvar Björnsson varaformaður og Stefán Einar Jónsson.
Varastjórn skipa Guðbjörn Þorsteinsson, Hildur Eir Bolladóttir, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Sigríður María Bragadóttir og Tómas Sævarsson.

Fundurinn var fámennur að þessu sinni.

Vorverkin

Við stefnum á að setja vorverkin á fulla ferð um miðjan mánuðinn með þrifum og lagfæringum.

Eins og áður reiðum við okkur á að búsetarnir leggi að mörkum með því að taka til í nánasta umhverfi sínu.  

Fyrirkomulag á leiktækjum sem íbúar koma fyrir þarf að vera þannig að ekki valdi hættu.   Mikilvægt er einnig að allir virði nándarfrið og valdi ekki óþörfu ónæði.   Skipulag og notkun (t.d. trampólína) leiktækja verður að vera á ábyrgð notenda sjálfra ef það er ekki hluti af skipulögðum leiksvæðum.

Hér með er sérstaklega hvatt til þess að nágrannar leiti samkomulags um nýtingu lóða og svæða til leikja barna og útiveru.

Framkvæmdastjóri

 

 

Umsjónarmaður í fríi

Vikuna 6.-13. maí verður umsjónarmaður í fríi og svarar ekki í símann.   Búsetar/íbúar vinsamlega snúi erindum sínum varðandi íbúðir og eignir beint til skrifstofunnar í síma 452-2888 - eða til framkvæmdastjóra 869-6680.

Bendum einnig á tölvupóstinn busetiak@busetiak.is

 

Forskráning á skattframtöl - vaxtabætur 2011

Búseti á Norðurlandi skilar upplýsingum til Ríkisskattstjóra - til forskráningar á skattframtöl búsetanna.  Þar eru skráð vaxtagjöld/fjármagnskostnaður sem félagið hefur innheimt árið 2010 og einnig eftirstöðvar áhvílandi lána á viðkomandi eignum - sem og uppreiknað verðmæti búseturéttar miðað við 31.12.2010. Mikilvægt er að búsetar fari yfir þessa forskráningu á skattframtölum sínum og láti vita ef eitthvað vantar eða kynni að hafa misfarist í upplýsingagjöf frá félaginu.

Vaxtabætur vegna fjármagnsgjalda á árinu 2010 hafa verið ákvarðaðar í samræmi við samþykkt fjárlög 2011.   

Hámarksfjárhæðir hafa hækkað umtalsvert milli ára.    Kemur sú breyting til góða fyrir verulegan hluta af búsetum hjá Búseta á Norðurlandi.

Nú nema hámarksfjárhæðir vaxtabóta:

  • kr. 50.000 pr mánuð hjá hjónum/sambúðarfólki
  • kr. 41.666 pr. mánuð hjá einstæðum foreldrum
  • kr. 33.333 pr. mánuð hjá einstaklingum

Hægt er að sækja um fyrirfram-greiðslu vaxtabóta (greitt á 3ja mánaða fresti)  hjá skattstjóra -  en annars greiðast vaxtabætur með skattuppgjöri mv. 1. ágúst ár hvert.

Hámark árlegra vaxtagjalda til útreiknings vaxtabóta eru;

hjá hjónum kr. 1.200.000

hjá einstæðum foreldrum kr. 1.000.000´

hjá einstaklingum kr. 800.000

Réttur til vaxtabóta er ekki eingöngu háður vaxtagjöldum hvers árs heldur takmarkast af tekjum og eignum viðkomandi.

 Á vef Ríkisskattstjóra má lesa um þetta nánar og þar er að finna reiknivél sem fólk getur notað til að finna út stöðu sína gagnvart þessum bótum.

Enginn titill

Jón Sveinbjörn Arnþórsson. Jón Arnþórsson kvaddur

Nýlega er látinn hér á Akureyri Jón Arnþórsson.   Jón var kjörinn fyrsti formaður Húsnæðissamvinnufélagsins Búseta á Akureyri á stofnfundi 27. mars 1984.

 

 

Jón var í hópi þeirra fjölmörgu sem vildu skapa nýjar forsendur fyrir húsnæðisöryggi landsmanna eftir hið alvarlega áfall sem verðtrygging húsnæðislána framkallaði í verðbólguskriðunni árið 1983.    

 

 

Nú næstum 27 árum síðar er almenningur á Íslandi illa særður og skuldum vafinn vegna öfgafullrar séreignarstefnu íbúðarhúsnæðis – og yfirgangs verðtryggðs fjármálakerfis.

 

 

Væntingar frumkvöðla húsnæðissamvinnufélaganna á 9. áratug síðustu aldar voru að opinbert lánakerfi mundi fjármagna hóflega íbúðaþörf almennings og bjóða upp á öryggi og hagkvæmni fyrir alla skilvísa búseta.   

 

 

Því miður voru húsnæðissamvinnufélögin stofnuð með verulegri pólitískri andstöðu og gegn áhrifamiklum aðilum innan launþegahreyfingarinnar.   Trúlega liggur í því skýringin á því hvers vegna vöxtur og viðgangur þessa húsnæðisforms hefur ekki orðið í neinni líkingu við það sem er raunin í nágrannalöndum.    

 

 

Vonandi er kominn tími til að stíga fyrir gamlan ágreining og læra af Norrænum nágrönnum þar sem stjórnvöld og samtök launamanna hafa unnið að því einhuga að virkja þetta húsnæðisform þannig að það er jafnvel ráðandi á tilteknum svæðum.    Slíkar voru væntingar frumkvöðlanna  hér á Íslandi á árunum frá  1983.

 

 

Fyrir hönd Búseta á Norðurlandi eru Jóni Arnþórssyni færðar þakkir fyrir sitt framlag til félagsins og einnig fyrir að halda til haga áhugaverðum samtímagögnum um húsnæðismál sem hann færði félaginu árið 2007.

 

 

Ástvinum Jóns sendir félagið samúðarkveðjur

 

 

 

Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri

 

 

Mánaðargjöld janúar-febrúar 2011

Gjaldskrá félagsins er óbreytt í grunninn frá síðasta mánuði.  Vegna breytinga á fasteignamati og brunabótamati og nýrrar gjaldskrár trygginga koma fram ofurlitlar breytingar í einstökum tilvikum.  Aflestrar á orkureikningum og uppgjör vegna síðasta árs breyta fastri innheimtu.   

Þannig er upphæðir innheimtunnar örlítið breyttar í flestum tilvikum.   

Framkvæmdastjóri

Búseti á Norðurlandi óskar félagsmönnum farsældar á nýju ári

Nýtt ár er gengið í garð.   Búseti á Norðurlandi óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum farsældar á þessu nýja ári.

Þrátt fyrir margvíslega óvissu á liðnu ári hefur félagið haldið sjó.   Íbúðir félagsins eru í góðri nýtingu og unnið hefur verið að eðlilegu viðhaldi á eldri eignum um leið og kappkostað hefur verið að ljúka frágangi á nýjum eignum.

Stjórn og framkvæmdastjóri munu vinna að endurskipulagningu á fjármögnun félagsins í samstarfi við Íslandbanka og Íbúðalánsjóð og hillir þar í áfanga sem ættu að tryggja öruggan rekstur og hóflega verðlagningu um næstu framtíð.

Þess er vænst að mánaðargjaldið geti haldist óbreytt að öðru leyti en því að breytingar á fasteignamati og álagningu, sem og tryggingariðgjöld og orkureikningar munu koma fram með næstu innheimtu.

Framkvæmdastjóri