Fréttir

Mánaðargjöld janúar-febrúar 2011

Gjaldskrá félagsins er óbreytt í grunninn frá síðasta mánuði.  Vegna breytinga á fasteignamati og brunabótamati og nýrrar gjaldskrár trygginga koma fram ofurlitlar breytingar í einstökum tilvikum.  Aflestrar á orkureikningum og uppgjör vegna síðasta árs breyta fastri innheimtu.   

Þannig er upphæðir innheimtunnar örlítið breyttar í flestum tilvikum.   

Framkvæmdastjóri

Búseti á Norðurlandi óskar félagsmönnum farsældar á nýju ári

Nýtt ár er gengið í garð.   Búseti á Norðurlandi óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum farsældar á þessu nýja ári.

Þrátt fyrir margvíslega óvissu á liðnu ári hefur félagið haldið sjó.   Íbúðir félagsins eru í góðri nýtingu og unnið hefur verið að eðlilegu viðhaldi á eldri eignum um leið og kappkostað hefur verið að ljúka frágangi á nýjum eignum.

Stjórn og framkvæmdastjóri munu vinna að endurskipulagningu á fjármögnun félagsins í samstarfi við Íslandbanka og Íbúðalánsjóð og hillir þar í áfanga sem ættu að tryggja öruggan rekstur og hóflega verðlagningu um næstu framtíð.

Þess er vænst að mánaðargjaldið geti haldist óbreytt að öðru leyti en því að breytingar á fasteignamati og álagningu, sem og tryggingariðgjöld og orkureikningar munu koma fram með næstu innheimtu.

Framkvæmdastjóri