Dýrahald
Ástæða er til að minna alla búseta og heimilismenn þeirra á að dýrahald er háð takmörkunum af hálfu sveitarfélags og einnig með reglum félagsins.
Hundahald er almennt ekki samþykkt í fjölbýli með sameiginlegan inngang.
Ýmislegt bendir tl að fleiri hundar séu haldnir í íbúðum félagsins heldur en leyfi eru fyrir. Við þessu þarf að bregðast og brýnum við fyrir öllum íbúum að leggja okkur lið með því að tilkynna um óskráð dýr og gera dýraeftirliti og Fravæmddeild Akureyrarbæjar viðvart.
Á sama hátt hefur ítrekað verið vakin athygli starfsmanna og stjórnar félagsins á að einstaka hundaeigendur sinna ekki sjálfsögðum umgengnisreglum - og skyldum sínum - og leyfa hundum sínum að vera lausum úti og gera öll sín stykki - jafnvel við dyr og glugga nágranna. Verulegur misbrestur er á að hirt sé upp eftir hunda í mörgum hverfum.
Allmargir hundeigendur hafa fengið athugasemdir frá félaginu - og þar sem ekki verða gerðar nægilegar úbætur þá mun félagið, sem eigandi íbúðar, afturkalla leyfi til dýrahaldsins og fara fram á það jafnframt að Akureyrarbær/Norður-Þing afturkalli leyfi frá sinni hálfu í samræmi við gildandi reglur.
Með vísan til þess sem að ofan segir er hér með brýnt fyrir búsetum og heimilismönnum þeirra að leggjast nú allir á eitt -- og koma betra lagi á þess mál. Í því skyni er mjög mikilvægt að skrifstofan fái ábendingar um það sem ekki getur talist viðunandi og bein (endurtekin) brot á reglum um dýrahald á að tilkynna til dýraeftirlitsins/Framkvæmdadeildar og lögreglunnar þegar verst gegnir.
Reglur félagsins um dýrahald; http://www.busetiak.is/page/reglur_um_dyrahald
Reglur um hundahald á Akureyri; http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/reglur-og-samthykktir/annad/samthykkt-um-hundahald-i-akureyrarkaupstad
Einnig er hér með minnt á nýlegar reglur Akureyarbæjar um kattahald: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/reglur-og-samthykktir/annad/samthykkt-um-kattahald-i-akureyrarkaupstad
Rétt er að benda á að þjálfaðir leiðsögu- og hjálparhundar njóta tiltekins og lögvarins forgangs sbr. 33. grein laga um fjöleignarhús