Fréttir

Forskráning á skattframtöl - vaxtabætur 2011

Búseti á Norðurlandi skilar upplýsingum til Ríkisskattstjóra - til forskráningar á skattframtöl búsetanna.  Þar eru skráð vaxtagjöld/fjármagnskostnaður sem félagið hefur innheimt árið 2010 og einnig eftirstöðvar áhvílandi lána á viðkomandi eignum - sem og uppreiknað verðmæti búseturéttar miðað við 31.12.2010. Mikilvægt er að búsetar fari yfir þessa forskráningu á skattframtölum sínum og láti vita ef eitthvað vantar eða kynni að hafa misfarist í upplýsingagjöf frá félaginu.

Vaxtabætur vegna fjármagnsgjalda á árinu 2010 hafa verið ákvarðaðar í samræmi við samþykkt fjárlög 2011.   

Hámarksfjárhæðir hafa hækkað umtalsvert milli ára.    Kemur sú breyting til góða fyrir verulegan hluta af búsetum hjá Búseta á Norðurlandi.

Nú nema hámarksfjárhæðir vaxtabóta:

  • kr. 50.000 pr mánuð hjá hjónum/sambúðarfólki
  • kr. 41.666 pr. mánuð hjá einstæðum foreldrum
  • kr. 33.333 pr. mánuð hjá einstaklingum

Hægt er að sækja um fyrirfram-greiðslu vaxtabóta (greitt á 3ja mánaða fresti)  hjá skattstjóra -  en annars greiðast vaxtabætur með skattuppgjöri mv. 1. ágúst ár hvert.

Hámark árlegra vaxtagjalda til útreiknings vaxtabóta eru;

hjá hjónum kr. 1.200.000

hjá einstæðum foreldrum kr. 1.000.000´

hjá einstaklingum kr. 800.000

Réttur til vaxtabóta er ekki eingöngu háður vaxtagjöldum hvers árs heldur takmarkast af tekjum og eignum viðkomandi.

 Á vef Ríkisskattstjóra má lesa um þetta nánar og þar er að finna reiknivél sem fólk getur notað til að finna út stöðu sína gagnvart þessum bótum.

Enginn titill

Jón Sveinbjörn Arnþórsson. Jón Arnþórsson kvaddur

Nýlega er látinn hér á Akureyri Jón Arnþórsson.   Jón var kjörinn fyrsti formaður Húsnæðissamvinnufélagsins Búseta á Akureyri á stofnfundi 27. mars 1984.

 

 

Jón var í hópi þeirra fjölmörgu sem vildu skapa nýjar forsendur fyrir húsnæðisöryggi landsmanna eftir hið alvarlega áfall sem verðtrygging húsnæðislána framkallaði í verðbólguskriðunni árið 1983.    

 

 

Nú næstum 27 árum síðar er almenningur á Íslandi illa særður og skuldum vafinn vegna öfgafullrar séreignarstefnu íbúðarhúsnæðis – og yfirgangs verðtryggðs fjármálakerfis.

 

 

Væntingar frumkvöðla húsnæðissamvinnufélaganna á 9. áratug síðustu aldar voru að opinbert lánakerfi mundi fjármagna hóflega íbúðaþörf almennings og bjóða upp á öryggi og hagkvæmni fyrir alla skilvísa búseta.   

 

 

Því miður voru húsnæðissamvinnufélögin stofnuð með verulegri pólitískri andstöðu og gegn áhrifamiklum aðilum innan launþegahreyfingarinnar.   Trúlega liggur í því skýringin á því hvers vegna vöxtur og viðgangur þessa húsnæðisforms hefur ekki orðið í neinni líkingu við það sem er raunin í nágrannalöndum.    

 

 

Vonandi er kominn tími til að stíga fyrir gamlan ágreining og læra af Norrænum nágrönnum þar sem stjórnvöld og samtök launamanna hafa unnið að því einhuga að virkja þetta húsnæðisform þannig að það er jafnvel ráðandi á tilteknum svæðum.    Slíkar voru væntingar frumkvöðlanna  hér á Íslandi á árunum frá  1983.

 

 

Fyrir hönd Búseta á Norðurlandi eru Jóni Arnþórssyni færðar þakkir fyrir sitt framlag til félagsins og einnig fyrir að halda til haga áhugaverðum samtímagögnum um húsnæðismál sem hann færði félaginu árið 2007.

 

 

Ástvinum Jóns sendir félagið samúðarkveðjur

 

 

 

Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri

 

 

Mánaðargjöld janúar-febrúar 2011

Gjaldskrá félagsins er óbreytt í grunninn frá síðasta mánuði.  Vegna breytinga á fasteignamati og brunabótamati og nýrrar gjaldskrár trygginga koma fram ofurlitlar breytingar í einstökum tilvikum.  Aflestrar á orkureikningum og uppgjör vegna síðasta árs breyta fastri innheimtu.   

Þannig er upphæðir innheimtunnar örlítið breyttar í flestum tilvikum.   

Framkvæmdastjóri