Forskráning á skattframtöl - vaxtabætur 2011
Búseti á Norðurlandi skilar upplýsingum til Ríkisskattstjóra - til forskráningar á skattframtöl búsetanna. Þar eru skráð vaxtagjöld/fjármagnskostnaður sem félagið hefur innheimt árið 2010 og einnig eftirstöðvar áhvílandi lána á viðkomandi eignum - sem og uppreiknað verðmæti búseturéttar miðað við 31.12.2010. Mikilvægt er að búsetar fari yfir þessa forskráningu á skattframtölum sínum og láti vita ef eitthvað vantar eða kynni að hafa misfarist í upplýsingagjöf frá félaginu.
Vaxtabætur vegna fjármagnsgjalda á árinu 2010 hafa verið ákvarðaðar í samræmi við samþykkt fjárlög 2011.
Hámarksfjárhæðir hafa hækkað umtalsvert milli ára. Kemur sú breyting til góða fyrir verulegan hluta af búsetum hjá Búseta á Norðurlandi.
Nú nema hámarksfjárhæðir vaxtabóta:
- kr. 50.000 pr mánuð hjá hjónum/sambúðarfólki
- kr. 41.666 pr. mánuð hjá einstæðum foreldrum
- kr. 33.333 pr. mánuð hjá einstaklingum
Hægt er að sækja um fyrirfram-greiðslu vaxtabóta (greitt á 3ja mánaða fresti) hjá skattstjóra - en annars greiðast vaxtabætur með skattuppgjöri mv. 1. ágúst ár hvert.
Hámark árlegra vaxtagjalda til útreiknings vaxtabóta eru;
hjá hjónum kr. 1.200.000
hjá einstæðum foreldrum kr. 1.000.000´
hjá einstaklingum kr. 800.000
Réttur til vaxtabóta er ekki eingöngu háður vaxtagjöldum hvers árs heldur takmarkast af tekjum og eignum viðkomandi.
Á vef Ríkisskattstjóra má lesa um þetta nánar og þar er að finna reiknivél sem fólk getur notað til að finna út stöðu sína gagnvart þessum bótum.