Fréttir

Vorverkin

Við stefnum á að setja vorverkin á fulla ferð um miðjan mánuðinn með þrifum og lagfæringum.

Eins og áður reiðum við okkur á að búsetarnir leggi að mörkum með því að taka til í nánasta umhverfi sínu.  

Fyrirkomulag á leiktækjum sem íbúar koma fyrir þarf að vera þannig að ekki valdi hættu.   Mikilvægt er einnig að allir virði nándarfrið og valdi ekki óþörfu ónæði.   Skipulag og notkun (t.d. trampólína) leiktækja verður að vera á ábyrgð notenda sjálfra ef það er ekki hluti af skipulögðum leiksvæðum.

Hér með er sérstaklega hvatt til þess að nágrannar leiti samkomulags um nýtingu lóða og svæða til leikja barna og útiveru.

Framkvæmdastjóri

 

 

Umsjónarmaður í fríi

Vikuna 6.-13. maí verður umsjónarmaður í fríi og svarar ekki í símann.   Búsetar/íbúar vinsamlega snúi erindum sínum varðandi íbúðir og eignir beint til skrifstofunnar í síma 452-2888 - eða til framkvæmdastjóra 869-6680.

Bendum einnig á tölvupóstinn busetiak@busetiak.is