Leiðbeinandi reglur vegna leiktækja í einkaeign
15.06.2011
Þann 7. júní 2011 staðfesti stjórn leiðbeinandi reglur um fyrirkomulag leiktækja í einkaeign á lóðum og svæðum félagsins:
- Varðandi tímabundna notkun á leiktækjum í einkaeign á lóðum og svæðum Búseta á Norðurlandi leggur félagið áherslu á að leitað sé góðs samstarfs milli nágranna um nýtingu sérlóðar einstakra húsa.
- Eftir sem áður þarf ávallt að leita samráðs við umsjónarmann/framkvæmdastjóra félagsins varðandi fyrirkomulag stærri leiktækja sem valda álagi og mögulegri hættu (trampoline-rólur).
- Umsjónarmaður/framkvæmdastjóri getur heimilað tímabundna uppsetningu leiktækja utan sérmerktra lóða einstakra húsa/íbúða.
- Uppsetning slíkra tækja skal ætið vera tímabundin og það undirtrikað að notkun þeirra sé á ábyrgð notenda sjálfra og eigenda tækjanna og þess gætt að ekki stafi hætta af þeim fyrir nágrennið t.d. vegna foks.
- Notendur og eigendur skulu í hvívetna virða nándarfrið – og undir öllum kringumstæðum gæta að því að næturró sé ekki raskað.
- Umsjónarmaður fylgist með því að viðunandi umgengni sé um
lóðir og svæði og getur félagið hvenær sem er kallað eftir því að leiktæki verði flutt til eða fjarlægð þegar
og ef hætta skapast, ef álag vegna notkunar reynist of mikið, eða ef umgengni er með einhverjum hætti ábótavant.