Fréttir

Hækkun á mánaðargjaldi

Á aðalfundi félagsins 12.september sl. var gerð grein fyrir því að stjórn Búseta á Norðurlandi hefur gengið frá samkomulagi við Íslandsbanka og Íbúðalánasjóð um endurskipulagningu á skuldum félagsins.

Í samræmi við það hefur stjórn félagsins staðfest hækkun á innheimtu fjármagnsgjalda um 5,5% með október/nóvember innheimtu.   Þessi hækkun er í samræmi við hækkun á vísitölu frá september 2011. 

Gert er ráð fyrir að framvegis fylgi mánaðargjaldið vísitölubreytingum og næsta hækkun komi til framkvæmda miðað við janúar-febrúar 2013.

Allir búsetar verða nánar upplýstir bréflega um þessa breytingu (fer í póst í dag).

Á næstu 3-5 vikum verður boðið til funda í öllum íbúðakjörnum félagsins.

Akureyri 1.nóvember 2012

Framkvæmdastjóri