Fréttir

Fundir með búsetum

Haldnir hafa verið fundir með búsetum í öllum byggingakjörnum eða hverfum þar sem félagið á íbúðir

 

Til umræðu hafa verið málefni félagsins og rekstrarstaða en þá etv. einkum málefni einstakra húsa og kjarna varðandi viðhald og þjónustu.

 

Með fundunum er það von stjórnar og framkvæmdastjóra að tekist hafi að útskýra stöðu félagsins í framhaldi af þeim samningum um fjárhagslega  endurskipulagningu sem kynntir voru á aðalfundi og ekki síst í ljósi þeirrar fjölmiðlaumfjöllunar sem hefur verið í gangi um rekstrarörðugleika félaga í öldrunarþjónustunni ekki síst.

 

Framkvæmdastjóri hefur lagt upp þessa fundi og svarað spurningum og tekið við ábendingum búsetanna.    Lögð er áhersla á að sem mest af óskum um viðhald og ábendingar varðandi bilanir skili sér í tölvupósti eða í gegn um síma skrifstofunnar.    Neyðartilvik eiga alltaf erindi til umsjónarmanns og/eða framkvæmdastjóra í gegn um GSM síma (sjá hér til hliðar).

 

Mæting á fundina hefur verið misjöfn.

(Ritað 12.12.2012)

Framkvæmdastjóri