Fréttir

Áskorun til hundaeigenda að gefnu tilefni!


Verulega brögð virðast vera á því að hundaeigendur  sinni því ekki nægilega að hirða upp eftir hunda sína.   Það getur ekki gengið að menn umgangist lóðir og sameiginleg svæði eins og það sé vettvangur til að leggja frá sér.  

Auðvitað er ekki alltaf auðvelt að þrífa upp úr snjó – en þegar leysir er mikilvægt að allir bregðist við.   Þá gildir einu hvort það er manns eigin hundur eða nágrannanna sem „kannski á viðkomandi skít“ - - það stendur fyrst og fremst upp á hundaeigendurna að þrífa upp.

Visað er í gildandi reglur Akureyrarbæjar og Búseta á Norðurlandi þar sem áskilið er að hundaeigendur virði tilteknar viðmiðanir um dýrahaldið og góða umgengni.

Hér með er sérstaklega skorað á alla hundaeigendur að þrífa í kring um sín hús og á opnum svæðum þannig að ekki komi til þess að það þurfi að grípa til aðgerða gagnvart hundahaldi einstakra búseta.

Framkvæmdastjóri