Fréttir

Könnun á eftirspurn eftir íbúðum hjá félaginu


Síðustu mánuði hefur mikið verið spurt eftir íbúðum hjá félaginu.  

Fjöldi umsókna berst um einstakar íbúðir sem auglýstar eru með búseturétti á Akureyri.

Margir spyrjast fyrir um íbúðir til langtímaleigu.

Félagið hefur ákveðið að bregðast við með því að kanna nánar hjá félagsmönnum hverjar eru óskir þeirra og þarfir með það fyrir augum að geta undirbúið sem allra best umsóknir til Íbúðalánasjóðs um lán til kaupa eða bygginga nýrra íbúða.   

 Svara könnun hér . . . .

Á grundvelli könnunar væntir félagið þess að geta verið í frekara sambandi við þátttakendur með það fyrir augum að nálgast sem best óskir þeirra um íbúðagerð og staðsetningu.

Ekki er hins vegar unnt að fullyrða fyrirfram hvort lánsheimildir verða veittar  -  né heldur að það takist að finna lóðir sem henta eða íbúðir til kaupa.   

Mikilvægt er að sem flestir félagsmenn sem reikna með að breyta til eða vantar íbúð taki þátt í þessarri könnun  (og að þeir sem ekki eru félagsmenn núþegar skrái sig og leggi að mörkum).