Fréttir

Leiðrétting verðtryggðra fasteignalána

 

Nú hafa tillögur ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána verið kynntar.   Búseti á Norðurlandi mun að sjálfsögðu kalla eftir því að slíkar leiðréttingar nái til einstaklinga sem reka fasteignir í húsnæðissamvinnufélagi til jafns við aðra.  

Áform um skattfrelsi séreignarsparnaðar og söfnun á húsnæðissparnaðarreikning eða til niðurgreiðslu á húsnæðislánum - ætti að geta komið félagsmönnum í húsnæðissamvinnufélögum að fullum notum

Rifjað er upp að aðalfundur félagsins samþykkti svohljóðandi ályktun í október sl.

"Aðalfundur Búseta á Norðurlandi, haldinn 21.október 2013 skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja að markmið um sanngjarna leiðréttingu verðtryggðra lána nái fram að ganga sem fyrst.   Fundurinn treystir því  að sambærilegar leiðréttingar nái til húsnæðissamvinnufélaganna og sjálfseignarfélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni eins og til einstaklinga í eigin íbúðum."

Fyrir hönd félagsmanna munu stjórnendur félagsins freista þess að fylgja málum eftir, en jafnframt er æskilegt að einstakir félagsmenn beiti sér til að koma hagsmunum húsnæðissamvinnufélaganna á framfæri gagnvart Alþingi og ríkisstjórn.

Framkvæmdastjóri (2.desember 2013)

Félagsgjald/árgjald vegna 2013

Á aðalfundi 21.október var samþykkti að árgjald 2013 skuli vera kr.6000 og makaárgjald kr. 1000.

Inngöngugjald verður kr. 1000.

Kröfur vegna þessarrar innheimtu verða stofnaðar í banka á næstu dögum með eindaga mv. 31.12.2013.

Framkvæmdastjóri (ritað 30.10.2013)

Aðalfundur Búseta á Norðurlandi var haldinn 21.október

Búseti á Norðurlandi senn 30 ára.

 

Aðalfundur Búseta á Norðurlandi var haldinn mánudaginn 21.október 2013.

 

Uppgjör 2012 og aðalfundur Búseta á Norðurlandi

Unnið er að frágangi á ársreikningi vegna 2012.

Niðurstöðutölur af rekstri og efnahagur 2012 staðfesta það samkomulag sem gert var við lánardrottna um fjárhagslega endurskipulagningu og leiðréttingar lána. 

Auglýsing um aðalfund mun birtast á næstu dögum og eru félagsmenn hvattir til að fylgjast með og mæta á fundinn.

Framkvæmdastjóri

(Skráð 2.október 2013)

Hækkun á mánaðargjaldi

Mánaðargjald hefur verið óbreytt frá febrúar 2013.  Verðbólgu á árinu er spáð á bilinu 4-5% og kostnaðarbreytingar í félaginu tilsvarandi.  Verðtrygging lána heldur áfram að hækka afborganir og samningar aðila miðast við að mánaðargjald sé vísitölutengt.

Stjórn Búseta á Norðurlandi samþykkti á síðasta fundi að hækka mánaðargjald í öllum íbúðum mv. 5% hækkun á fjármagnsgjöldum.   Það þýðir að mánaðargjaldið í heild hækkar á bilinu 3-4%.

Hækkunin tekur gildi með næstu innheimtu.

Gert er ráð fyrir að næst verði breyting á verðlagningu með febrúar 2014.

 

(Ritað 24.september 2013)

Framkvæmdastjóri

Vaxtabætur til útborgunar 2013

 

Allmargir leita skýringa á því að vaxtabætur til útborgunar 1. ágúst 2013 eru í einhverjum tilvikum verulega lægri en á síðasta ári - þrátt fyrir litlar breytingar á tekjum og fjármagnsgjöldum.

Sérstakar og auknar vaxtabætur sem greiddar voru út árin 2011 og 2012 eru ekki lengur til útgreiðslu og skýrir það eflaust muninn amk. að verulegu leyti hjá flestum.

Sjálfsagt er að fara vandlega yfir álagningarseðla og leita upplýsinga hjá Skattstofunni ef vera kynni að einhverjar villur hafi komið fram við skráningu kostnaðar eða upplýsinga um eftirstöðvar áhvílandi lána.  

(skrifað 29.júlí 2013)

Framkvæmdastjóri

Roðamaur og köngulær - fíflar - gæludýrin

 

Verið er að ljúka við að eitra fyrir skorkvikindum í lóðum og kring um hús félagsins.

Vonandi getum við vænst þess að hlé verði á þeim ágangi um sinn.

Tekin verður staða á því á næstunni hvort óhjákvæmilegt verður að eitra gegn fíflum eftir næsta slátt.

Mikilvægt er að búsetar og þeirra fólk sinni viðvörunum og gæti að því að börn flytji sig til með leiki sína.

Svo er það þetta með hundaskít og kattaskít;  - það er skýr krafa til allra gæludýraeigenda að virða almennar og sjálfsagðar reglur um þrifnað.   Ekki síst að verja sandkassa og leiksvæði barnanna.    Þótt tekið sé upp eftir hunda þá er ekki boðlegt að láta þá gera stykki sín þar sem börn nágrannanna leika sér.  Enginn hefur væntanlega leyfi til að halda "útiketti" . . .  Hér þarf að beita samstilltri pressu.

Hvatt er til að öllum rökstuddum ábendingum varðandi frávik frá reglum um gæludýrahald sé komið á framfæri við Akureyrarbæ og lögreglu ef slíkt getur átt við.  Einnig er rétt að staðfestar ábendingar og athugasemdir séu sendar til skrifstofu Búseta á Norðurlandi.

Framkvæmdastjóri (13.06.2013)

 

Viðhald og þjónusta 2013

 

Félagið stefnir að því að takast á við nokkru meira viðhald utanhúss þetta árið.   Fjárhagsleg endurskipulagning tekur mið af því.

Á dagskrá er;

Málning á Stallatún og Lækjartún.

Múrviðgerðir í Klettaborg.

Málning (tréverk) á Hafnarstræti.

Málning á Skessugil 14

Ljúka glerskiptum/lagfæringu á gluggum í Dreka- og Tröllagili og vinna að lagfæringu á einstökum lóðum þar.

Tréverk á Holtateig 13-19

Gróður á lóðum Brekatún 1-3 og (götuhlið) Brekatún 5-19

Utnahússviðgerð og málning Garðarsbraut 67-71 er í vinnslu á vegum húsfélags.

Vestursíða 10-18 - er í skoðun að lagfæra alla aðkomu og plön/lóð.

Stórhóll 49-55:  sett hefur verið á dagskrá (2014-2016) að fara í lagfæringu á aðkomu og bílastæðum.

Hversu langt einstök verkefni komast ræðst bæði af veðráttu og einnig af því hvernig tekst að manna verkefnin.

Þjónusta við slátt og þrifnað er komin í gang eftir plani.

Framkvæmdastjóri (7.6.2013)

Félagsfundur - upplýsingar

 

Félagsfundur var haldinn miðvikudaginn 5. júní.  Á fundinum gerðu framkvæmdastjóri og formaður félagsins grein fyrir stöðunni að því er varðar fjárhagslega endurskipulagningu félagsins.

Sú endurskipulagning er nú á lokastigi og þess vænst að formlegur frágangur allra skjala og uppsetningu ársreiknings 2012 ljúki ekki síðar en með júlí/ágúst.

Gert er ráð fyrir að aðalfundur félagsins verði boðaður í september 2013.

Framkvæmdastjóri (6.6.2013)

Félagsfundur miðvikudag 5.júní kl 19:30

 

Stjórn Búseta á Norðurlandi boðar til félagsfundar nk. miðvikudag 5.júní kl. 19:30.

Fundurinn verður haldinn í Alþýðuhúsinu Skipagötu 14, 4.h (Lionssalnum).

Dagskrá;

1. Staðan á endurskipulagningu félagsins.

2. Aðalfundur 2013.

3. Önnur mál

Allir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld 2012-2013 eru hvattir til að mæta.

Fyrir hönd stjórnar.

Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri

 

Akureyri 28.maí 2013