Fréttir

Félagsgjald/árgjald vegna 2013

Á aðalfundi 21.október var samþykkti að árgjald 2013 skuli vera kr.6000 og makaárgjald kr. 1000.

Inngöngugjald verður kr. 1000.

Kröfur vegna þessarrar innheimtu verða stofnaðar í banka á næstu dögum með eindaga mv. 31.12.2013.

Framkvæmdastjóri (ritað 30.10.2013)

Aðalfundur Búseta á Norðurlandi var haldinn 21.október

Búseti á Norðurlandi senn 30 ára.

 

Aðalfundur Búseta á Norðurlandi var haldinn mánudaginn 21.október 2013.

 

Uppgjör 2012 og aðalfundur Búseta á Norðurlandi

Unnið er að frágangi á ársreikningi vegna 2012.

Niðurstöðutölur af rekstri og efnahagur 2012 staðfesta það samkomulag sem gert var við lánardrottna um fjárhagslega endurskipulagningu og leiðréttingar lána. 

Auglýsing um aðalfund mun birtast á næstu dögum og eru félagsmenn hvattir til að fylgjast með og mæta á fundinn.

Framkvæmdastjóri

(Skráð 2.október 2013)