Fréttir

Leiðrétting verðtryggðra fasteignalána

 

Nú hafa tillögur ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána verið kynntar.   Búseti á Norðurlandi mun að sjálfsögðu kalla eftir því að slíkar leiðréttingar nái til einstaklinga sem reka fasteignir í húsnæðissamvinnufélagi til jafns við aðra.  

Áform um skattfrelsi séreignarsparnaðar og söfnun á húsnæðissparnaðarreikning eða til niðurgreiðslu á húsnæðislánum - ætti að geta komið félagsmönnum í húsnæðissamvinnufélögum að fullum notum

Rifjað er upp að aðalfundur félagsins samþykkti svohljóðandi ályktun í október sl.

"Aðalfundur Búseta á Norðurlandi, haldinn 21.október 2013 skorar á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja að markmið um sanngjarna leiðréttingu verðtryggðra lána nái fram að ganga sem fyrst.   Fundurinn treystir því  að sambærilegar leiðréttingar nái til húsnæðissamvinnufélaganna og sjálfseignarfélaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni eins og til einstaklinga í eigin íbúðum."

Fyrir hönd félagsmanna munu stjórnendur félagsins freista þess að fylgja málum eftir, en jafnframt er æskilegt að einstakir félagsmenn beiti sér til að koma hagsmunum húsnæðissamvinnufélaganna á framfæri gagnvart Alþingi og ríkisstjórn.

Framkvæmdastjóri (2.desember 2013)