Fréttir

Breyting á mánaðargjaldi febrúar-mars 2013

Til búseta/leigjenda

Félagið hefur náð áfanga varðandi endurskipulagningu á lánum sínum í samræmi við samkomulag við lánardrottna sem kynnt var á aðalfundi 2012.   Íbúðalánasjóður greiddi út lán í síðustu viku og gengið var frá greiðslum til Íslandsbanka samkvæmt því.

 

Ekki hefur verið gengið frá endanlegri niðurstöðu með Íbúðalánasjóði varðandi verðlagningu.   Þar til slíkt liggur fyrir er ekki mögulegt að kynna nákvæmlega hvaða breytingar verða á mánaðargjaldi í einstökum íbúðum fram eftir árinu 2013.

 

Með innheimtu fyrir febrúar-mars kemur fram hækkun á þjónustugjöldum félagsins skv. ákvörðun á aðalfundi sem og breyting vegna fasteignamats og brunabótamats eigna.   Nauðsynlegt er að vekja sérstaka athygli á að eignir í Kjarnagötu 12-16 hækka verulega í fasteignamati milli ára – vegna „leiðréttinga“ á matinu. 

 

Þegar ákvörðun liggur endanlega fyrir varðandi verðstefnu mun félagið senda öllum búsetum(leigjendum) sundurliðaða reikninga.

 

F.h. Búseta á Norðurlandi

27.febrúar 2013

 

Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri

 

Reglur um dýrahald endurskoðaðar

Stjórn félagsins hefur staðfest breytingar á reglum varðandi dýrahald.

Heimildir til hundahalds verða þrengdar og framvegis bundnar við raðhús/sérbýli og jarðhæðir fjórbýlishúsanna.

Einnig verður áskilið að kettir verði ekki látnir ganga lausir úti - verði "innikettir" . . .  

Hvetjum til að allir kynni sér breytingarnar með von um að okkur takist að minnka álag og fækka árekstratilefnum vegna dýrahalds í framtíðinni.

Breyttar reglur

Auk þess samþykkti stjórn félagsins að lagt verði gjald á vegna dýrahalds;

  • kr. 500 pr. mánuði vegna kattar
  • kr. 500 p. mánuði vegna smáhunds
  • k.1000 pr. mán vegna meðalstórs og stærri hunds