Breyting á mánaðargjaldi febrúar-mars 2013
Til búseta/leigjenda
Félagið hefur náð áfanga varðandi endurskipulagningu á lánum sínum í samræmi við samkomulag við lánardrottna sem kynnt var á aðalfundi 2012. Íbúðalánasjóður greiddi út lán í síðustu viku og gengið var frá greiðslum til Íslandsbanka samkvæmt því.
Ekki hefur verið gengið frá endanlegri niðurstöðu með Íbúðalánasjóði varðandi verðlagningu. Þar til slíkt liggur fyrir er ekki mögulegt að kynna nákvæmlega hvaða breytingar verða á mánaðargjaldi í einstökum íbúðum fram eftir árinu 2013.
Með innheimtu fyrir febrúar-mars kemur fram hækkun á þjónustugjöldum félagsins skv. ákvörðun á aðalfundi sem og breyting vegna fasteignamats og brunabótamats eigna. Nauðsynlegt er að vekja sérstaka athygli á að eignir í Kjarnagötu 12-16 hækka verulega í fasteignamati milli ára – vegna „leiðréttinga“ á matinu.
Þegar ákvörðun liggur endanlega fyrir varðandi verðstefnu mun félagið senda öllum búsetum(leigjendum) sundurliðaða reikninga.
F.h. Búseta á Norðurlandi
27.febrúar 2013
Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri