Fréttir

Enginn titill

Tengir ehf - ljósleiðari inn í hús

 

Tengir ehf hefur fengið samþykki fyrir því að leggja ljósleiðara inn i íbúðir félagsins og koma þar fyrir tengibúnaði/endabúnaði.  Búnaðurinn verður eign Tengis.

Tengir leggur út allan kostnað við framkvæmdina - og það án þess að skuldbinding fylgi um að búsetar/leigjendur nýti sér þennan þjónustumöguleika.

Þeir búsetar sem kjósa að tengjast ljósleiðara - snúa sér til Tengir ehf og greiða stofngjald og afnotagjald samkvæm verðskrá.

Búseti á Norðurlandi tekur ekki á sig neina skuldbindingu um endurgreiðsu stofnkostnaðar gagnvart þeim búsetum sem kostað hafa teningu við ljósleiðara.    Rökrétt er að skoða slík tilvik ef upp koma við rýmingu á íbúðum.

Félagið leggur áherslu á að starfsmenn sem Tengir ehf sendir til að vinna við tengingar endabúnaðar hafi samráð við umsjónarmann (Sigurð Ág.) - varðandi aðgengi að húsum og íbúðum -  og sýni íbúum fulla tillitssemi.

18. mars 2013

Framkvæmdastjóri