Roðamaur og köngulær - fíflar - gæludýrin
Verið er að ljúka við að eitra fyrir skorkvikindum í lóðum og kring um hús félagsins.
Vonandi getum við vænst þess að hlé verði á þeim ágangi um sinn.
Tekin verður staða á því á næstunni hvort óhjákvæmilegt verður að eitra gegn fíflum eftir næsta slátt.
Mikilvægt er að búsetar og þeirra fólk sinni viðvörunum og gæti að því að börn flytji sig til með leiki sína.
Svo er það þetta með hundaskít og kattaskít; - það er skýr krafa til allra gæludýraeigenda að virða almennar og sjálfsagðar reglur um þrifnað. Ekki síst að verja sandkassa og leiksvæði barnanna. Þótt tekið sé upp eftir hunda þá er ekki boðlegt að láta þá gera stykki sín þar sem börn nágrannanna leika sér. Enginn hefur væntanlega leyfi til að halda "útiketti" . . . Hér þarf að beita samstilltri pressu.
Hvatt er til að öllum rökstuddum ábendingum varðandi frávik frá reglum um gæludýrahald sé komið á framfæri við Akureyrarbæ og lögreglu ef slíkt getur átt við. Einnig er rétt að staðfestar ábendingar og athugasemdir séu sendar til skrifstofu Búseta á Norðurlandi.
Framkvæmdastjóri (13.06.2013)