Vaxtabætur til útborgunar 2013
29.07.2013
Allmargir leita skýringa á því að vaxtabætur til útborgunar 1. ágúst 2013 eru í einhverjum tilvikum verulega lægri en á síðasta ári - þrátt fyrir litlar breytingar á tekjum og fjármagnsgjöldum.
Sérstakar og auknar vaxtabætur sem greiddar voru út árin 2011 og 2012 eru ekki lengur til útgreiðslu og skýrir það eflaust muninn amk. að verulegu leyti hjá flestum.
Sjálfsagt er að fara vandlega yfir álagningarseðla og leita upplýsinga hjá Skattstofunni ef vera kynni að einhverjar villur hafi komið fram við skráningu kostnaðar eða upplýsinga um eftirstöðvar áhvílandi lána.
(skrifað 29.júlí 2013)
Framkvæmdastjóri