Hækkun á mánaðargjaldi
24.09.2013
Mánaðargjald hefur verið óbreytt frá febrúar 2013. Verðbólgu á árinu er spáð á bilinu 4-5% og kostnaðarbreytingar í félaginu tilsvarandi. Verðtrygging lána heldur áfram að hækka afborganir og samningar aðila miðast við að mánaðargjald sé vísitölutengt.
Stjórn Búseta á Norðurlandi samþykkti á síðasta fundi að hækka mánaðargjald í öllum íbúðum mv. 5% hækkun á fjármagnsgjöldum. Það þýðir að mánaðargjaldið í heild hækkar á bilinu 3-4%.
Hækkunin tekur gildi með næstu innheimtu.
Gert er ráð fyrir að næst verði breyting á verðlagningu með febrúar 2014.
(Ritað 24.september 2013)
Framkvæmdastjóri