Áskorun til ríkisstjórnar og Alþingis vegna leiðréttingar verðtryggðra lána
Á aðalfundi félagsins sl. haust var samþykkt áskorun til ríkisstjórnar og Alþingis um að tryggja að leiðrétting verðtryggðra lána næði einnig til búsetanna í húsnæðissamvinnufélögunum. Þeirri áskorun var komið á framfæri við alla þingmenn NA-kjördæmi en þar í hópi eru forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra.
Búseti á Norðurlandi hefur átt samstarf við Búmenn og Búseta í Reykjavík um að koma á framfæri sanngirniskröfum búseta í viðkomandi félögum að því er þetta varðar.
Sl. föstudag átti framkvæmdastjóri og formaður félagsins góðan fund með forsætisráðherra og aðstoðarmanni hans þar sem farið var vandlega yfir þetta mál og almenn starfsskilyrði húsnæðissamvinnufélaganna.
Til þess að árétta sanngjarna kröfu um leiðréttingu á lánum húsnæðissamvinnufélaganna höfum við sett í gang undirskriftalista meðal búsetanna á fundum félagsins. Þeir sem ekki hafa tök á að mæta á fundunum geta komið við á skrifstofunni til að setja nafn sitt á listann og taka þannig undir kröfuna um að leiðrétting nái jafnt til búsetanna eins og til annarra sem reka húsnæðið með verðtryggðum lánum.
(Framkvæmdastjóri 10.febrúar 2014)