Fréttir

Þjónusta fram á haustið


Kappkostað verður að ljúka þeim verkefnum sem sett hafa verið í gang í lagfæringum á lóðum.

Málningarvinna utanhúss hnökraði vegna rigninga í júlí og ágúst og komst ekki eins langt og æskilegt hefði verið.

Sprettutíðin hefur verið mjög mikil og sér ekki fyrir endann á - og vonandi klikka sláttutækin ekki það sem eftir er sumarsins.

Skordýraplágur gera vart við sig við og við - - en ekki er skynsamlegt að ætla sér að drepa allar köngulær sem spretta upp á hlýju sumri.

Enn og aftur hvetjum við til þess að búsetarnir og íbúar leggi að mörkum til að þrífa og lagfæra í kring um sig og sín hús og mun umsjónarmaður verða innan handa með áhöld og flutninga ef á þarf að halda.

Bendum á skilaboðakerfið á heimasíðunni ef eitthvað er sem á erindi við starfsmenn og stjórn.

Framkvæmdastjóri (15.ágúst 2014)