Nýtt ár framundan
12.01.2015
Búseti á Norðurlandi óskar félagsmönnum og samstarfsaðilum gleði og farsældar á árinu 2015.
Fyrir hönd félagsins er ástæða til að við göngum bjartsýn til starfa á árinu og freistum þess að vinna sem best úr
þeirri stöðu sem félagið hefur úr að spila.
Búseti á Norðurlandi greiðir of háa verðtryggða vexti af mestum hluta lána félagsins og þannig bera búsetarnir þyngri
greiðslubyrði en gott getur talist.
Í þeirri uppstokkun húsnæðisstefnu og íbúðalánakerfisins sem er á verkefnalista ríkisstjórnarinnar hljótum
við að kalla eftir því að húsnæðissamvinnufélögum og öðrum félögum almennings sem rekin eru án hagnaðarkröfu
verði sköpuð betri starfsskilyrði.
Alls staðar á EES-svæðinu og þeim nágrannalöndum sem við höfum mest að sækja til þá vinna yfirvöld að
því að lækka byggingarkostnað og örva starfsemi félaga sem rekin eru án gróðasjónarmiða.
Sveitarfélög á Islandi hljóta að þurfa að standa undir sambærilegum skyldum og sinna verkefnum á því sviði alveg til jafns
við það sem best gerist í okkar heimshluta.
Það verður í forgangi hjá stjórnendum Búseta á Norðurlandi árið 2015 að kalla eftir leiðréttingu á
lánakjörum félagsins - með leiðréttingu verðtryggðra lána og lægri vöxtum - og skila þannig lægri greiðslubyrði
til búsetanna okkar.
Einnig mun félagið áfram vinna að því að virkja samstarf við sveitarstjórnir og velvildaraðila um nýbyggingar og aukinn rekstur
hagkvæmra íbúða - til leigu og í búseturétti - og fjölga þannig þeim fjölskyldum sem njóta
húsnæðisöryggis með takmarkaðri persónulegri áhættu.
Unnið verður jafnframt að því að skera niður allan kostnað í félaginu - meðal annars með frestun á stærra
viðhaldi.
Félagsmenn hafa vonandi áttað sig á því að fréttaflutningur Fréttablaðsins 30.12.2014 um meinta 13% hækkun á
mánaðargjaldi var hrein ósannindi eins og bréf félagsins 1.desember 2014 hafði áður útskýrt.
Hækkun mánaðargjalds verður örlítið breytileg eftir íbúðum en almennt á bilinu 2,5-4% sem hlýtur að teljast
ásættanlegt fyrir flesta og vonandi viðráðanlegt fyrir alla.
Stjórn og starfsmenn vænta góðs samstarfs við félagsmenn árið 2015 eins og áður og fyrr.
Framkvæmdastjóri 12.janúar 2015