Á haustdögum og fyrir veturinn;
Næstu vikur gerum við ráð fyrir að haldnir verið fundir með nokkrum búsetahópum og einnig að boðið verði til félagsfundar.
Á fundum búsetahópanna verður rætt um þjónustu og aðgerðir til aðhalds og niðurskurðar í kostnaði og reynsluna á árinu 2015. Sérstök mál er snerta einstök hús eða íbúðakjarna eiga erindi inn á þá fundi.
Á félagsfundi munum við ræða rekstrarstöðu félagsins og tilraunir til að ná fram hagstæðari vaxtakjörum. Einnig munum við fara yfir aðkomu Búseta á Norðurlandi að lagabreytingum og stefnumörkun í húsnæðismálum í samstarfi við ríkisstjórn og önnur stjórnvöld.
Vegna aðhaldsaðgerða hafa engin stærri verkefni hafi verið sett í gang við útimálningu og viðhald húsa á árinu 2015.
Nokkur verkefni eru þó í gangi varðandi lagfæringar á íbúðum sem sárlega hafa þarfnast viðhalds.
Sérstaklega verður unnið að því á síðustu vikum ársins 2015 að fylgja eftir lagfæringum í Kjarnagötu 12-14 þar sem þekktir gallar hafa verið skráðir. Búsetarnir þar þurfa að reikna með því að starfsmenn félagsins komi í heimsókn og skrái ástand tiltekinna þátta með það fyrir augum að viðgerðarmenn geti unnið að lagfæringum eftir nánar tímasettu plani.
Nánar verður unnið að þessum þáttum eftir ákvörðun stjórnar félagsins og kynnt viðkomandi.
Framkvæmdastjóri
(Ritað 6.október 2015)