Fréttir

Lóðir, plön og hús - tiltekt og þrif

Á fundi framkvæmdaráðs og stjórnar Búseta á Norðurlandi 14.apríl 2015 var lagt upp plan um að stjórn og starfsmenn félagsins reyndu að kalla eftir beinni þátttöku búsetanna og íbúða í einstökum hverfum við tiltekt og hreinsun í kring um hús og á plönum.  Með þessu mætti ná fram bæði þrifalegra umhverfi og ódýrari framkvæmd á tiltekt að vori.

Starfsmenn félagsins munu í því samhengi mæta á fyrirfram auglýstum degi kl 16-19 – með sópa og skóflur og tæki til flutninga þannig að sameiginleg vinna íbúanna skili sem bestum árangri með lágmarksfyrirhöfn hvers og eins.