Aðalfundur Búseta á Norðurlandi 2015
Aðalfundur Búseta á Norðurlandi 2015 fór fram miðvikudaginn 10.júní.
Guðlaug Kristinsdóttir formaður félagsins fagnaði því sérstaklega að aðalfundur ársins 2015 færi fram á venjulegum tíma – en nokkur undanfarin ár hefur félagið staðið í samningum við Íbúðalánasjóð og unnið að endurskipulagningu sem hefur tafið uppgjör og skýrslugerð til félagsmanna.
Formaður lýsti ánægju með að félagið væri komið í þokkalega stöðu varðandi veðsetningarhlutfall eigna og með óbreyttri eftirspurn mundi takast á ná góðu jafnvægi í rekstri með þeim aðahaldsaðgerðum sem settar voru í gang í framhaldi af síðasta aðalfundi. Hún þakkaði stjórnarmönnum og félagsmönnum fyrir gott samstarf.