Fréttir

Hækkað fasteignaverð á Akureyri og Norðurlandi lítilsháttar breyting á mánaðargjaldi

Mánaðargjald vegna janúar og febrúar 2016 tekur litlum breytingum í flestum íbúðum félagsins.   

Stjórn ákvað að hækka þjónustugjald til rekstrar úr kr. 3000 pr. mán í kr. 3500 pr. mán og fast gjald vegna lóðahirðingar hækkar um 100 kr. pr.mán.   

Einnig hækkar gjald vegna ræstingar í Kjarnagötu 12-16 úr 1200 í 1400 pr. mán.

Eins og áður hefur verið rifjað upp með bréfi 1.desember sl. þá ákvað aðalfundur 2015 að hækkun yrði á viðhaldsgjaldi (í 0,45% úr 0,4% brunabótamats) frá 1.janúar 2016.   

Vegna mjög mikilla hækkana á markaðsverði fasteigna frá 2014 (11,3%) sem koma fram í fasteignamati sumra íbúða langt umfram aðrar -  þá hækkar verðlagning allmargra íbúða um 1-2%  á meðan einstakar aðrar íbúðir eru óbreyttar eða lækka.   

Samkvæmt greiningu frá ASÍ hækka fasteignarfjöld á Akureyri um 5-6% sem kemur fram í mánaðargjaldi með febrúar - um leið og leiðréttingar vegna hita og rafmagns og hússjóða koma inn að fullu.

Vonandi heldur verðbólguþróun áfram að vera langt undir hrakspám Seðlabanka Íslands þannig að ekki þurfi að hækka fjármagnsgjöldin þess vegna alvega á næstunni.

Framkvæmdastjóri (1.febrúar 2016)

Forskráning á skattframtöl búseta

Samkvæmt venju skilar félagið upplýsingum til Ríkisskattstjóra vegna forskráningar á skattframtöl.

Allir búsetar sem eru inni í íbúðum/með búseturétt eiga að sjá uppreiknað verðmæti búseturéttar mv.31.12.2015.

Vaxtagjöld/fjármagnsgjöld (vextir+verðbætur að frádregnum afborgunum nafnverðs) eru skráðar hjá öllum búsetum í almennum íbúðum - sem og áhvílandi eftirstöðvar á viðkomandi eign.

Þeir sem hafa keypt búseturétt og flutt inn í íbúð á árinu 2015 - geta gert nánari grein fyrir kostnaði af viðskiptum og mögulega vaxtagjöldum ef lán hefur verið tekið fyrir innborgun á búseturéttargjaldi.

Allir sem hafa selt búseturétt og/eða flutt út úr íbúð á árinu 2015 þurfa sjálfir að leita upplýsinga hjá félaginu um eftirstöðvar lána (við útflutning) og gera grein fyrir sölu á búseturétti.

Framkvæmdastjóri (21.01.2016)


Breytingar á lögum um húsnæðissamvinnufélög nr 66/2003

Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá húsnæðismálaráðherra Eygló Harðardóttur um breytingu á lögum um húsnæðissamvinnufélög.

Verulegar breytingar verða gerðar skv. frumvarpinu og hafa framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi og formaður reynt að leggja að mörkum til að hafa áhrif á vinnslu laganna.    Félagið hefur skilað greinargerð vegna breytinganna - þar sem andmælt er hugmyndum um "markaðsvæðingu" allra viðskipta með búseturétti og ítarlegar ábendingar um mikilvægi þess að félög sem starfa á landsbyggðinni fái ásættanlegan lagaramma - til jafns við félög á miðsvæðum Höfuðborgarinnar.

Varað er við miðstýringu og þrengdum og íþyngjandi fyrirmælum - og hvatt er til þess af hálfu Búseta á Norðurlandi að löggjöf fyrir húsnæðisfélög sé fremur "rammalöggjöf" þar sem gert er ráð fyrir að breytilegar áherslur einstakra félaga verði nánar útfærðar í samþykktum - sem síðan þurfa að hljóta samþykki eftirlitsaðila.

13. janúar 2016 voru fulltrúar húsnæðissamvinnufélaganna boðaðir á fund velferðarnefndar Alþingis til að fylgja athugasemdum félagsins eftir.  Greinilega höfðu einstakir nefndarmenn velferðarnefndar kynnt sér efni ábendinga okkar og sýndi því áhuga að leita hagfelldari niðurstöðu fyrir þarfir sjálfstæðra húsnæðissamvinnufélaga sem mundu starfa staðbundið í ólíkum sveitarfélögum og með mismunandi áherslur.

Skrifað 13.01.2016
(Framkvæmdastjóri)