Hækkað fasteignaverð á Akureyri og Norðurlandi lítilsháttar breyting á mánaðargjaldi
01.02.2016
Mánaðargjald vegna janúar og febrúar 2016 tekur litlum breytingum í flestum íbúðum félagsins.
Stjórn ákvað að hækka þjónustugjald til rekstrar úr kr. 3000 pr. mán í kr. 3500 pr. mán og fast gjald vegna lóðahirðingar hækkar um 100 kr. pr.mán.
Einnig hækkar gjald vegna ræstingar í Kjarnagötu 12-16 úr 1200 í 1400 pr. mán.
Eins og áður hefur verið rifjað upp með bréfi 1.desember sl. þá ákvað aðalfundur 2015 að hækkun yrði á viðhaldsgjaldi (í 0,45% úr 0,4% brunabótamats) frá 1.janúar 2016.
Vegna mjög mikilla hækkana á markaðsverði fasteigna frá 2014 (11,3%) sem koma fram í fasteignamati sumra íbúða langt umfram aðrar - þá hækkar verðlagning allmargra íbúða um 1-2% á meðan einstakar aðrar íbúðir eru óbreyttar eða lækka.
Samkvæmt greiningu frá ASÍ hækka fasteignarfjöld á Akureyri um 5-6% sem kemur fram í mánaðargjaldi með febrúar - um leið og leiðréttingar vegna hita og rafmagns og hússjóða koma inn að fullu.
Vonandi heldur verðbólguþróun áfram að vera langt undir hrakspám Seðlabanka Íslands þannig að ekki þurfi að hækka fjármagnsgjöldin þess vegna alvega á næstunni.
Framkvæmdastjóri (1.febrúar 2016)