Ágætu búsetar og íbúar í Kjarnagötu 12-14-16
Kaupendur búseturéttar í íbúð Kjarnagötu 14-101 eru þrír fatlaðir einstaklingar (með Downs), sem kaupa búseturéttinn sameiginlega.
Stjórn félagsins samþykkti að heimila þeim að starfrækja í íbúðinni sambýli fyrir sig (og mögulega með fjórða einstaklingi). Heimilismenn njóta þjónustu alla daga allt að 24 tímum. Á virkum dögum munu þeir dvelja í þjónustumiðstöð og ferðast með ferliþjónustu fatlaðra.
Til að gera þeim auðveldara að njóta þjónustunnar á eigin forsendum hefur verið sótt um heimild til að gera minniháttar breytingar innan dyra í íbúðinni. Fyrir hönd félagsins hefur verið lögð áhersla á að opna á sérinngang í íbúðina - beint frá gangstétt framan við húsið - þannig að þeim verði auðveldað aðgengi og öllum öðrum auðveldað að njóta bestu skilyrða í þessum húsum við Kjarnagötu 12-16.
Á húsunum í Kjarnagötu 12-16 hvílir sú kvöð að félaginu ber skylda til að laga einhvern lágmarksfjölda íbúða að sértækum þörfum fatlaðra og þessi heimild til að starfrækja sambýli er liður í því að rækja þá skyldu.
11.apríl 2016
Fyrir hönd Búseta á Norðurlandi
Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri (869-6680)